Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Page 76
80 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
3. mynd. Kistill. Fura. L. 35 cm. Ártal 1755. NMS 59,798. ,,Frán trakten kring Akureyri." —
— Ljósm. Nordiska museet, Slokkhólmi.
málningin er að mestu leyti horfin. Hörður mun áreiðanlega geta gefið full-
nægjandi svör við þessum spurningum.
Þá er að víkja að stað skurðverksins í listasögunni, eða svo að nákvæmar sé
að orði komist: stað hennar í sögu íslensks tréskurðar. Við eru að tala um 18.
öld, sem var íslendingum hörð og þung í skauti, timi fátæktar og geig-
vænlegra náttúruhamfara. í ljósi þess er þeim mun merkilegra að frá þessum
tíma hefur varðveist mikill fjöldi útskorinna tréhluta. Ekki eru þeir allir á háu
listrænu stigi, satt er það. Fjölbreytnin er mikil, bæði í efnisvali og útfærslu.
Mikið af útskurðinum hefur á sér einkenni þeirrar stíl-seinkunar sem oft lætur
að sér kveða i alþýðulist. Hinsvegar er svo til talsvert mikið af hlutum sem
bersýnilega eru börn sinnar eigin tíðar og sýna áhrif frá skreytilist aldarinnar
suður í Evrópu. Mörg þessi verk eru líka á mjög háu stigi.
Flestir tréskerarnir eru nafnlausir eins og verið hafði um aldir. En nokkur
nöfn þekkjum við, og fyrir kemur að við finnum sömu skurðhöndina á mörg-
um hlutum. Greinilegt er að háir jafnt sem lágir hafa fengist við útskurð.
Meðal embættismanna sem það gerðu eru til dæmis þó nokkrir sýslumenn og
prestar.
Það sem hér skiptir öðru fremur máli er tréskurðurinn á seinni hluta aldar-
innar. Á Norðurlandi gnæfa verk þau, sem eignuð eru Hallgrími Jónssyni, að
gæðum yfir flest það sem gert var á því timabili. Og það eru einmitt þessi