Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Side 83
87
DULARFULLIR SKURÐLISTARMENN Á 18. ÖLD.
10. mynd. Útskorið skreyti úr beyki og eik. H. 14-14,5 cm. NMS 59.799. Frá Húsavík (S.-Þing.)
— Ljósm. Nordiska Museet, Stokkhólmi.
með laufblökunni kemur fyrir báðumegin. Bak við annan herramanninn situr
fugl á grein, en bak við hinn sést vera með mannshöfuð og efri hluta manns-
líkama. Vera þessi leggur höndina á frakkalaf mannsins. Neðri hluti líkamans
sést ekki, en hinsvegar er engu líkara en að grein standi út úr verunni. Maður
getur ekki varist því að hugsa til höggormsins í paradís, sem oft er sýndur í
eldri list með mannshöfuð, allar götur aftur á 12. öld. Og hvað er það sem
konan réttir fram? En það er nú samt erfitt að hugsa sér Adam og Evu i
syndafallsatriðinu í svo svellþykkum fötum og skóm.
Myndefnið í flokki 1 er sérstaklega áhugavert sem svipleiftur inn í líf
velmegandi fólks. Að því er klæðnað varðar eru konurnar á séríslenskum
búningum, en karlarnir hafa augljóslega verið fyrri til að laga sig að tísku tím-
ans. Sannarlega hefur myndskerinn einnig, á skápshurð, sýnt okkur hvernig
hann skynjaði íslenska bæjarframhlið með þremur stöfnum hlið við hlið (11.
mynd).9 Miðstafninn er breiður með sveigðum rokokkóvindskeiðum. Það er
líf og hreyfing bæði á þökunum og innandyra. Strákar tveir draga upp klofinn
danskan fána, hvor á sínum hliðarstafni. Fjórir fuglar sitja á miðstafni, og í
öllum þrennum dyrum neðst á mynd sést fólk. Aðaldyr eru í miðju og þær eru
stærstar og frágengnar með sérstakri útafbreytni efst. Pálmetta hangir þar
niður milli tveggja boga. Tveir menn á rokokkófrökkum standa andspænis
hvor öðrum og virðast vera að heilsast. í dyrunum til hægri stendur karl-
maður og snýr beint fram, en í dyrunum til vinstri annar sem sést frá hlið
(höfuð vantar). Kona í síðum kjól situr beint á móti honum, og bæði hafa
þau hönd á sama glasinu. Á þessari sömu hurð er stór spegilnafndráttur á
neðri ífellingu, umvafinn jurtaskreyti. Lögun blaða er hin venjulega. M.a.
sjáum við til beggja handa kólf með laufblöku. í nafndrættinum eru marg-