Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Síða 85
DULARFULLIR SKURÐLISTARMENN A 18. ÖLD.
89
12. mynd. Kistill. Fura. L. 46 cm. Þjms. 2605. Ekkert vitað um uppruna. Á lokinu er nafnið Þór-
unn Jónsdóttir, með höfðaletri. (Ein af tengdadœtrum Hallgríms Jónssonar hét þessu nafni.) —.
Ljósm. Tryggvi Samúelsson.
ir bókstafir, og lítur út fyrir að þar megi greina upphafsstafi karls og konu,
Th E S og S E D.
Auk þeirra hluta sem nú hafa verið taldir af flokki 1 þekkjum við enn
nokkra með samskonar útskurði.10
Enn sem komið er hefur víst engum tekist að finna beinar erlendar fyrir-
myndir eða nánar samsvaranir hinnar sérstöku samsetningar jurtaþátta í þess-
um hópi, og jafnframt eru þeir í sérstöðu heimafyrir á íslandi. Næst liggur að
halda að fyrirmyndirnar hljóti að vera sóttar í einhverjar eriendar stungur eða
munsturbækur, ellegar þá að tréskerinn hafi valið úr einstökum atriðum
slíkra heimilda og svo fléttað þau saman á sinn hátt.
Skurðverkið á flokki 2 (12.-20. mynd) er, eins og bent hefur verið á, allt
annars eðlis. Skrautatriðin eru stórgerðari, af ,,eðlilegri“ stærð en í hinum
flokknum, miðað við hlutina sem þeir prýða. Einnig þau eru sumpart gegn-
skorin og áfest, en sumpart skorin með óvenjulega hárri upphleypingu. Á
flestum hlutunum í þessum flokki er skreytinu komið fyrir í reitum í strik-
uðum umgerðum. Ártal er ekki á neinum hlutanna.
Ráðandi efnisþáttur í flokki 2 er bandaverkið eða hneyktu böndin sem
heima áttu í svonefndum régence-stíl. Þetta var millibilsstíll milli barokks og
rokokkós og hefur nafn af forræðisstjórninni eða ríkisstjóraveldinu (regent-
veldinu) í Frakklandi 1715-1723, meðan Lúðvík XV var ómyndugur. Mynd-
efnið lítur út eins og bönd lögð í boga og hneykt í hvöss horn. Höfundur þess
var franski skreytiteiknarinn Bérain. En annar franskur skreytiteiknari,
Daniel Marot, búsettur í Hollandi, hafði þó meiri áhrif á skrautstilinn í Hol-