Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Page 86
90
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
13. mynd. Bakhlið kistilsins á 12. mynd. — Ljósm. Tryggvi Samúelsson.
landi og norrænu löndunum. Hann fylgdi eftir bandaverkinu, en hylltist til að
hafa böndin fyrirferðarmeiri og fléttaði þau saman við teinungaskreyti, ekki
síst akantus.
Þetta er breiða og veigamikla bandið sem við finnum í flokki 2, ef til vill
venju fremur greinilegt á framhlið og bakhlið kistils í Þjóðminjasafni íslands
(12. og 13. mynd). Á bakhliðinni eru það bara tveir stuttir bandaspottar í miðj-
unni, settir upp sem samhverft skrautverk. Neðst myndar það einskonar mið-
stöð þaðan sem jurtateinungar teygjast samhverft út til beggja hliða. Á þeim
eru greinar sem vinda sig meira eða minna upp í toppinn, og margir tungulaga
blaðflipar með ristum strengjum. Stönglarnir eru að nokkru leyti með innri
útlínum og hér og hvar smágerðum skólpstungum. Á hverjum teinungi er
einnig stórt blóm með fjórum krónublöðum. Á framhlið kistilsins er einnig
samhverft bandaskreyti í miðjunni, en auk þess finnum við bandalíki til beggja
hliða, að nokkru leyti falin í teinungastönglum sem liggja upphleyptir utan á
þeim. Böndin eru nokkurnveginn á sama hátt úr garði gerð og stönglarnir,
með ristum línum og smáum stungum. Sum jurtalíkin bera nokkurn svip af
akantus, og sennilega stöndum við hér andspænis persónulegri meðhöndlun á
akantusteinungi barokkstílsins. Á þessum kistli eru leifar af rauðri, blárri,
svartri og grænni málningu, þar sem aftur á móti flestir hlutir í þessum flokki
eru ómálaðir.
Allt öðruvísi jurtalíki eru notuð á skáp (14. mynd) sem nú vantar talsvert á.
Hér er það miklu fremur blómabarokk, best þekkt i gullsmíðalistinni, sem
mest lætur á sér bera. En breitt régence-band er hér einnig með. Frá vasa
neðst fyrir miðju gengur það út til beggja hliða og heldur áfram með hornum
sínum og sveigjum alla leið upp í toppskreytið efst. Það eru tveir englar sem