Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Page 92
96
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
19. myrid. Bakhlið bakfjatarinnar á kirkjubekknum, 18. mynd. — Ljósm. Tryggvi Samúelsson.
tilv. 11) er auk hins venjulega prýðisgóða skreytis konumynd sem er furðulega
klunnalega gerð.
Mörg efnisatriði í flokki 2 líkjast efnisþáttum hjá áðurnefndum skreyti-
teiknara Daniel Marot. Hann gaf út margar munsturbækur, og ekki er óhugs-
andi að tréskerinn hafi þekkt einhverja þeirra, eða ef til vill verk annarra
skreytiteiknara sem notuðu svipuð efnisatriði.
Þegar bera skal saman skurðverkaflokkana tvo er áríðandi að sjá sjálfa
hlutina hlið við hlið. Ljósmyndir geta orðið til mikillar hjálpar, en þær geta
einnig verið nokkuð afvegaleiðandi af því að stærðarhlutföll ganga úr skorð-
um. Eftir tiltölulega staðgóða athugun beggja flokka virðist niðurstaðan vera
ljós: Útskurðurinn er óliks eðlis og það er óhugsandi að hann sé eftir einn og
sama manninn. Víst er hægt að benda á nokkur einstök sameiginleg atriði.
T.d. getur skreytið í báðum flokkum verið gegnskorið og áfest. Oftast er það
einnig samhverft í báðum flokkum. Jurtir sem vaxa upp úr vösum, svo og
fuglar, eru sameiginleg atriði. Klukkulaga blóm koma fyrir í báðum flokkum.
En meðhöndlun efnisþátta er ætíð mismunandi. Það eru ekki líkindin, heldur
það sem ólíkt er, sem er eftirtektarvert, bæði í efnisvali og yfirborðsmeðferð,
og í ríkum mæli heldur höfundur flokks 1 sig að mjög smágerðum formum.
Þetta er smáskurður langt umfram það sem vanalegt er.
Hlutir af báðum flokkum eru vel smíðaðir, og skurðlistarmennirnir hafa
báðir tveir góð tök á skreytinu. En þegar um mannsmyndir er að ræða verður
munurinn hrópandi. Myndir smáskurðarmeistarans eru líkamsbyggingarlega
miklu réttari en hins tréskerans. Það væri með öllu ótrúlegt að hann, sem gat
sýnt glæstar rokokkómanneskjur, hefði látið sér lynda að búa til englamyndir
eins og á skápnum í flokki 2, ellegar konumyndina á áðurnefndri fjöl í sama
flokki.