Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Page 93
DULARFULLIR SKURÐLISTARMENN Á 18. ÖLD.
97
20. mynd. KisliU. Fura. L. 51,5 cm. Þjms. 5719. Á seðli í kistlinum stendur: ,,Ad 5719. Kistiilinn
er smíðaður af Guðna Sigurðssyni sýslumanni í Gullbringusýslu og gaf hann kistilinn dóttur sinni
Margréti sem var móðir Guðrúnar Runólfsdóttur Olsen á Þingeyrum ömmu minnar. Margrét
Magnúsd. (f. Ólsen)" — Ljósm. höf.
En hvor flokkurinn er verk Hallgríms? Við vitum að á sinni tíð hafði hann
orð á sér sem fær trésmiður og ,,bíldhöggvari“, og þá er ef til vill fremur
ósennilegt að hann hafi haldið sig að jafn smáu og yfirlætislausu broti og er á
skreytinu eins og við þekkjum það í flokki 1. Annað, sem bendir til þess að
flokkur 2 sé hans verk, er það að ein af tengdadætrum hans hét Þórunn Jóns-
dóttir, en það nafn er skorið með höfðaletri á einn kistilinn í flokknum. Ekki
er heldur ósannlegt að kirkjubekkurinn sé eftir Hallgrím. Við vitum að hon-
um var falið að smíða kirkjur, og við þekkjum fyrir víst nokkrar altaristöflur
sem hann hefur málað.
Veikleikann í flokki 2 (einhver kann að segja: dálítið af þokkanum), ónóga
þekkingu á likamsbyggingu mannsins, finnum við einnig á þessum altaris-
töflum (sjá t.d. myndirnar á altaristöflunni frá Upsum á Upsaströnd, 21.
mynd).12 Þetta er ef til vill öruggasta merki þess að það sé flokkur 2 sem er
verk Hallgríms.
Fullnaðarsönnun fyrir því að Hallgrímur geti ekki verið meistari flokks 1
virðist kistillinn í Árbæjarsafni vera. Á honum er nefnilega ártalið 1799, en