Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Page 99
1. mynd. Innsiglið frá Árósum (Den gainle by, AM 81, 44F), framhlið bakhlið og frá rönd. Rétt
stœrð. — Ljósm. Preben Dehlholm.
VILHJÁLMUR ÖRN VILHJÁLMSSON
INNSIGLI JÓNS SKÁLHOLTSBISKUPS
I. lnngangur
Ekki þarf allt, sem einu sinni tapast, að vera týnt og tröllum gefið, og þó
hlutir séu slitnir úr daglegu samhengi sínu geta þeir hæglega skotið upp koll-
inum hvenær og hvar sem er, jafnvel við hinar ólíklegustu aðstæður. Þannig
kemur fjöldi fornminja fram í dagsljósið ár hvert fyrir tilviljun eina, hlutir
sem annaðhvort eru þekktir og fornleifafræðingar eiga von á, eða munir sem
engan hefði órað fyrir að fyndust á þeim stað.
Svo er einmitt ástatt um grip þann sem rak á fjörur greinarhöfundar og
fjallað verður um hér á eftir. Hann fannst langt frá þeim stað, þar sem hann
upphaflega þjónaði tilgangi sínum. Hann hefur farið á óvenjulegt flakk milli
landa og er loks fundinn af einskærri tilviljun.
Forsaga málsins er sú að í maímánuði árið 1879 voru verkamenn við dagleg
störf sin í miðbæ Árósa í Danmörku, þar sem áður hét Bispetoften, á þvi
svæði sem nú liggur við Frederiks Allé, milli Ráðhústorgsins og Molleparken í
bænum. Er það ekki í frásögur færandi að öðru leyti en því, að í hita dagsins
fundu þeir fornt innsigli í jörðu.
Dagana 21. og 23. maí 1879 mátti sjá frásagnir um gripinn í blaðinu