Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Page 106
110
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
6. mynd. Skjöldur Jóns biskups eftir innsiglinu.
Teikning V.Ö. V.
Rétt er að minna á að enn einn Jón var biskup í Skálholti á síðmiðöldum,
nefnilega Jón biskup Gerreksson Lodehat, 1430-33. Lögun innsiglisins og
stafagerðin benda þó fremur til eitthvað eldri tíma, en hér við bætist að þekkt
er innsigli Jóns Gerrekssonar sem erkibiskups í Uppsölum (5. mynd). Þar sést
skjöldur ættar hans (Lodehat) greinilega og útilokar hann að Árósainnsiglið
geti átt skylt við Jón Gerreksson.22
Þótt innsigli Jóns fyrsta og annars þekkist ekki svo vitað sé, má nærri leyfa
sér að ganga út frá því sem gefnu, að þeir líkt og nafni þeirra Sigurðsson hafi
gengið með samskonar innsigli upp á vasann og ekki þá gerð sem fyrst verður
algeng eftir 1350. Öllu líklegra er einnig að álíta að eigandi innsiglisins frá
Árósum sé Jón biskup fjórði, einnig kallaður Jón hinn danski í síðari ritum.23
Á undan honum höfðu setið tveir biskupar í Skálholti, sem voru danskir
eða eru álitnir hafa verið það. Fyrst Michael (1382/3-92), sem áður hafði verið
skriftafulltrúi í páfagarði.24 Hann er ásamt Pétri Nikulássyni biskupi á Hól-
um talinn vera fyrstur danskra embættismanna á íslandi. Finnur Jónsson
segir um hann í kirkjusögu sinni, að hann hafi verið gagnslausastur allra bisk-
upa á íslandi.25
Á eftir honum kemur Vilkin Henriksson, sem áður hafði gegnt embætti
príros í Björgvin og þar andast hann árið 1405 eftir 11 ár í embætti.
Árið 1406 mælir Innocentius VII páfi með Jóni fjórða til embættisins og er
hann vígður. Hann kemur þó ekki út hingað fyrr en 1408, og mun hann hafa
sungið sína fyrstu messu á íslandi 8. september það ár.26
Áður hafði Jón verið ábóti í einu ríkasta klaustri Noregs, Sankti Mikjáls-
klaustrinu Munklífi í Björgvin, og er hann fyrst nefndur í bréfabók þess
klausturs 20. maí 1385.27
Árið 1409 getur Nýi annáll þess að Jón biskup hafi riðið til visitasíu norður
um land og var honum þar vel tekið. Um biskupstíð hans er annars lítið vitað