Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Qupperneq 108
112
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
8. mynd. Innsigli Björgvinjarbiskupsins Ólafs Þorkelssonar
(1524-31). — Eftir O. Kolsrud, Bergens bys segl, 1921.
biskup í Niðarósi og er innsigli hans þekkt.33 Hugsanlegt er að Jón biskup hafi
verið eitthvað skyldur þeim bræðrum, en þár.sem föðurnafn hans er ekki
þekkt með vissu er erfitt að leiða bein rök að því.
Kúlurnar 6 sem á skildinum eru, minna einnig óneitanlega mikið á kúlurnar
6 eða oftar 7 sem skreyta innsigli Björgvinjar og eiga að tákna hæðirnar 7 sem
umlykja bæinn.34 Mörg dæmi þekkjast þar sem kirkjunnar menn taka þetta
tákn inn í innsigli sín, og er þá heilög Sunniva, verndardýrlingur bæjarins,
gjarnan látin halda á því (sjá 8. mynd).
Allar tilraunir í þá átt að finna biskupi föðurland og uppruna verða því að
sinni getgátur einar þangað til haldbærari rök finnast. Hér verður ekki heldur
frekar leitast við að gera Jón biskup danskari en hann í raun hefur verið, og
vel gæti hann hafa verið norskur maður þótt innsiglið hafi fundist í Árósum.
Hvað sem um þetta er, verður að teljast merkilegt að innsiglisstimpill
biskups frá Skálholti á íslandi skuli finnast fyrir tilviljun í borg í Danmörku.
Slíkt skeður ekki á hverjum degi. Hér skal þó ekki farið út í neina kenninga-
smíð og er lesandanum í sjálfvald sett hverjum hann eða hún vill eigna inn-
siglið og hvaða skilning leggja í örlög þess.
Sérstakar þakkir færir höfundur safnverði í Den gamle by, Anne Mette Christensen, og
Mariane Overgaard, á Det arnamagnæanske Institut, enn fremur Sven Tito Achen ritstjóra, fyrir
veitta aðstoð.
Árósum, nóvember 1981
Heimildaskrá
1 Aarhuus Stiftstidende 21/5 og 23/5 1879; Berlingske Tidende 23/5 og 26/5 1879.
2 O. Kolsrud, Bergens bys segl (særtryk av Bergens historiske forenings skrifter, nr. 27),
Bergen 1921, bls. 35.
3 H. Matthiessen, Hœrvejen, Kbh. 1950 (1930), bls. 90.
4 Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder (KL) XV 192, 214; H. Sogaard, Notitser til
blyets kullurhistorie, Árbog for kobstadsmuseet „Den gamle by“, 1949, bls. 54.
5 Lýsing innsiglisins fer eftir reglum skjaldarmerkjafræðinnar. Þannig er því lýst eins og væri