Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Side 117

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Side 117
GAMLA RÚSTIN VIÐ FÓELLUVÖTN 121 dannebrogsmanns í Skildinganesi og Guðmundur bóndi á Lágafelli í Mosfells- sveit, sem hér verður nú nokkuð frá sagt. Guðmundur var fæddur í Skildinganesi um 1796 og þar ólst hann upp með foreldrum sínum og systkinum. Fluttist hann svo upp að Lágafelli með for- eldrum sínum, er þau fóru frá Skildinganesi. Guðmundur hefur vafalaust verið dugnaðar- og atorkumaður sem bræður hans og hann átti kyn til. Um svipað leyti og Guðmundur fluttist upp að Lágafelli kom þangað stúlka um tvítugsaldur neðan úr Reykjavík. Hún hét Guðrún Hákonardóttir, talin fædd á Stóru-Vatnsleysu á Vatnsleysuströnd árið 1795. Voru foreldrar hennar Hákon ríki Oddsson, sá er byggði Hákonarbæ í Grjótaþorpinu, og kona hans Kristín Einarsdóttir, en hún var systir ísleifs Einarssonar dómstjóra. Árið 1801 eru þau Hákon og Kristín sest að í Reykjavík og eru þá búin að byggja bæ sinn, sem bar síðan lengi nafn húsbóndans. í Sögu Reykjavíkur segir Klemens að Hákon hafi verið nefndur hinn ríki, en bætir svo við: „Hversvegna hann hefir fengið þetta viðurnefni er ekki gott að sjá. Eftir að hann flutti til Reykjavíkur var hann allt annað en ríkur, hefur sennilega átt eitthvað áður.“ Þau Guðmundur á Lágafelli og Guðrún Hákonardóttir gengu í hjónaband um 1818. Um þær mundir hafði hún lært ljósmóðurfræði og gengdi síðan ljósmóðurstörfum í Mosfellssveit um fjölda ára. Áttu þau nokk- ur börn sem upp komust og eru ættir frá þeim komnar. Þau hjón bjuggu á Lágafelli í tvíbýli til 1826. Á hinum hluta jarðarinnar bjó faðir Guðmundar, sem áður getur, uns hann andaðist. Jörðin hefur sennilega verið fullsetin. Árið 1822 eru á báðum heimilum yfir 20 manns, bú hefur verið nokkuð stórt og efnahagur góður. Um þessar mundir virðist Guðmundur bóndi yngri hafa tekið þá ákvörðun að efna til nýbýlisbyggingar og þá hefur hann komið auga á landspildu nokkra við Fóelluvötnin. Eins og áður er að vikið er fram undan Lyklafelli, þó nokkurn spöl til suð- vesturs, hæðardrag fram í Fóelluvötnin, en þau kannast flestir Reykvíkingar við. Hæðardrag þetta, Eystri-Vatnaásinn liggur til suðurs. Fremst á því er klettabelti, reyndar tvö með örstuttu millibili. Framundan þvi efra til suðvest- urs er lítil brekka, gróin og græn hvert sumar, falleg tilsýndar og blasir við sunnan frá um nokkra vegalengd. Fyrir neðan þessa brekku er mýrardrag með vatnsrennsli í úrkomutíð. Svipað er einnig hinum megin við hæðardragið, en þar er efsti hluti Fóelluvatnanna. Þar er grasi gróin landspilda, sumt milli mýrar og valllendis og þótti þar gott til slægna áður á tíð. Þangað sóttu hey- skap Elliðakotsbændur ávallt öðru hvoru og heimild er fyrir því, að gestgjaf- inn á Kolviðarhóli (Jón Jónsson) sótti þangað heyskap í grasleysissumrum ef- tir 1880. Ofan frá Lágafelli suður að Fóelluvötnum hefur verið um tveggja tíma lestagangur, sem kallað var, þegar farið var með klyfjahesta ellegar menn voru fótgangandi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.