Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Síða 119
GAMLA RÚSTIN VIÐ FÓELLUVÖTN
123
Greinarhöfundur stendur í gömlu tóftinni, að baki honum jarðfast bjarg notað fyrir gaflhlað.
— Ljósm. Jóhanna Björnsdóttir.
Eigi mun sýslumaðurinn hafa svarað bréfi þessu strax, heldur skotið því
fyrst til amtsúrskurðar. En það er nokkurnveginn víst, að Guðmundur hefur
hafið framkvæmdir þarna suður frá vorið 1823. Eigi hefur hann þó beinlínis
byrjað á venjulegri bæjarbyggingu, heldur byggt þarna eitt hús, sem hann
hefur hagnýtt fyrir selstöðu. Hústóftin sést enn nokkuð vel. Hún er nú fyrir
löngu fallin saman (veggir hrundir inn) og er því nokkuð erfitt að sjá hvað hún
hefur verið stór nema að grafin væri upp, en eftir því sem næst verður komist
hefur hún verið um 3 álnir á breidd eða um 1,80 m, en lengdin 11-12 álnir, um
8 m. Trúlega hefur húsinu verið skipt í tvennt, verið í því milligerð. Gaflhlaðið
er jarðfast bjarg, næstum jafnbreitt tóftinni, það er að líkindum meðalmanni
í axlarhæð af gólfi, ef grafið væri niður á það, og næstum lóðréttur flötur sem
inn í húsið hefur snúið. Eins og áður segir, hefur húsinu verið skipt í sundur
innan veggja, þar hefur verið svefnhús (selbaðstofa) og mjólkurhús. Þar að
auki hefur verið eldhúskofi, máske utan veggja, sem ekki er nú vel hægt að át-
ta sig á, en svona var húsaskipun háttað almennt í hinum gömlu seljum. Auk
þessarar húsrústar sem er nokkuð greinileg, virðist votta fyrir ógreinilegum
hleðslum, sem gætu verið miklu eldri, og þá kemur manni til hugar, að þarna