Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Síða 120
124
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
hafi máske einhverntíma áður verið sel, á 18. öld, og þá ef til vill frá
Skildinganesbændum. En um þetta verður nú ekkert fullyrt framar.
Það virðist sem Guðmundur á Lágafelli hafi verið þarna með búsmala sinn
(fráfæruær og kannski kýr) um næstu þrjú sumur. Þá fyrst er það sem sýslu-
maðurinn svarar fyrrgreindu bréfi Guðmundar. Þar vitnar hann til úrskurðar
amtmanns. Er Guðmundi þar bannað að byggja nokkuð við Fóelluvötn fyrr
en hann sé búinn að fá útmælt land til nýbýlis. Bréf sýslumanns, dags. 1. des.
1825, er svohljóðandi:
„Eftir að ég hafði sent amtinu bréf yðar til min um að útmæla yður jarð-
arstæði upp í þeim svonefndu Fóelluvötnum, hefur hann svarað því á þá
leið, að þar eð þér ekki hafið sannað það að yðar fyrirtæki að byggja í
Vötnunum sé löglega lýst, eins og þér í bréfi til amtsins af 11. des. 1822 út-
þrykkilega hafið sagt frá, að þér væruð búinn að gjöra þá ráðstöfun, að
byggingaráformi yðar yrði þinglýst á hinni næstkomandi landsyfirréttar-
samkomu, og þér þar hjá með því að byrja í Vötnunum með selstöðu og
nokkurs konar útibú leyfislaust og án yfirvaldsins tilhlutunar, hafið breytt
ólöglega og þvert á móti Jónsbókar landleigubálki, 43. og 46. kap. og þar
með orsakað mæðu og mótsagnir, svo finni hann í þetta sinn enga orsök til
að leyfa yður það umbeðna, en skylduð þér þrátt fyrir það forboð, sem
þegar gjörð eru eða hér eftir kunna að verða gjörð, ekki vilja sleppa þessu
yðar fyrirtæki, verður það öldungis að koma á þá skoðunargjörð sem á
plássinu yrði að haldast, hvar hjá það hlyti af sjálfu sér að ef þar fengist að
byggja, að nýbyggjarinn yrði að byggja þar reglulegan bóndabæ og rækta
þar tún sem best verður, samt annaðhvort sjálfur búa þar eða eftir kring-
umstæðum byggja jörðina öðrum.
Eftir framanskrifuðum amtsins úrskurði hlýt éf því hér með alvarlega að
fyrirbjóða yður að hafá frá næstkomandi vordögum nokkra selstöðu eða
útibú í fyrrnefndu plássi, allt svo lengi sem þér ekki hafið fengið öðlast þar
yðar löglega útmælt jarðarstæði.“
En þrátt fyrir þessi fyrirmæli og bann sýslumanns frá amtmanni virðist
Guðmundur á Lágafelli ekki hafa viljað gefast upp við framkvæmdir sinar í
Fóelluvötnum. Og næsta sumar, 1826, hefur hann flutt búsmala sinn suður
eftir eins og undanfarin sumur. Tíminn líður nú fram til 8 júlí (1826). Þá send-
ir sýslumaðurinn stefnuvottunum í Mosfellssveit eftirfarandi fyrirskipun til
birtingar Guðmundi á Lágafelli.Færir sýslumaður hana jafnframt inn í
bréfabók sína og nefnir ,,auglýsingu“. Hljóðar hún svo:
„Jafnvel þó ég með bréfi af lta desembr. f.á. gæfi bóndanum Guð-
mundi Guðmundssyni á Lágafelli til vitundar, að hlutaðeigandi amtmaður