Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Page 121

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Page 121
GAMLA RÚSTIN VIÐ FÓELLUVÖTN 125 hafi þá neitað honum að svo komnu að láta útmæla honum jarðnæði í Fó- elluvötnum, og ég þar þá fyrirbyði honum að hafa framvegis selstöðu eður útibú í téðu plássi, þar eð hún væri ólögmæt, hefur mér samt verið tjáð, að hann þrátt fyrir þetta forboð hafi nú að nýju flutt búfé sitt þangað og haldi þar eins og áður útibú eður selstöðu, hvar þó er eftir Jónsbókar landleigu- bálki 43. og 46. kap. aldeilis ólögleg. Því vildu stefnuvottarnir í Mosfells- sveit á löglegan hátt birta honum, að hann verði viðliggjandi lagaákæru og sektar eiga að hafa burt flutt allan sinn fénað úr fyrrgreindri selstöðu innan þriggja daga að reikna frá því honum þetta auglýsist, og gefst honum þar hjá til vitundar, að honum með því skuli, er hann skal hafa látið þinglýsa í þeim konunglega landsyfirrétti þann 3. þ.m. engan rétt hefur öðlast til þess að framhald verði með búfé hans, beit og útibú í Vötnunum, allt svo lengi honum er það ekki leyft að taka upp nýlendu og þar til útmælt jarðarstæði.“ Fleira hefur ekki fundist ritað um forboð yfirvaldanna um búskap Guð- mundar á Lágafelli suður við Fóelluvötn. Ekki heldur hvort hann hvarf þaðan heim með búsmala sinn í júlímánuði 1826, eins og honum var fyrirskipað ellegar þraukaði þar eitthvað lengur fram eftir sumrinu, meðan málnytupen- ingur mjólkaði. En eins og fyrr getur, önduðust báðir foreldrar Guðmundar á Lágafelli þetta sumar. Var dánarbúið skrifað upp um haustið og fóru svo fram skipti. Kemur þá fram, að hinn látni bóndi Guðmundur Jónsson á Lágafelli er talinn eiga tvo þriðju hluta ,,í húsinu við Fóelluvötn“, og eru þeir virtir á 14 ríkisdali, 64 skildinga. Það jafngilti á þeim tíma nokkurn veginn einu kýrverði (3-8 vetra) — og svo geta menn, ef þeir vilja reiknað hvað það er mikill peningur í dag. Af þessu má sjá, að þarna hefur enginn smákofi verið byggður heldur talsvert mikið hús. Erfði Guðmundur á Lágafelli þessa 2A hluta af húsverðinu, hinn þriðja partinn hefur hann átt sjálfur. Hvað húsið hefur staðið lengi við Vötnin veit nú enginn, en trúlega ekki mörg ár. Það hefur verið rifið og viðirnir fluttir þaðan burtu. Kveikjan í þætti þessum er vitnisburður Geirs gamla Zoéga árið 1891, þar sem hann getur þess að Guðrún Hákonardóttir hafi búið í Fóelluvötnum. Guðrún hefur sennilega verið þarna sjálf selráðskona en aldrei haft þar vetur- setu. Geir Zoéga hefur vafalaust munað Guðrúnu vel, bæði uppalin í Reykja- vík. Hún hefur áreiðanlega verið nokkuð þekkt kona og því hefur nafn hen- nar og minning lifað miklu lengur en Guðmundar manns hennar, sem dó löngu fyrr en hún sjálf. Trúlega hefur hún verið nokkuð mikil fyrir sér og ekki látið hlut sinn fyrir neinum smámunum. Verður nú sagt hér frá einum atburði er bendir til þess, að hún hefur ekki verið nein veimiltíta í tiltektum, ef svo bauð við að horfa.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.