Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Page 136
140
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Skansinn með leifum af íbúðarhúsi frá seinni tíð. Minjaskrá nr. 5.
B. Minjaskrá
Hér fer á eftir skrá um nú sýnilegar minjar í landi Bessastaða, Bessastaða-
hreppi, Gullbringusýslu. Þær þeirra sem bera sérstakt nafn eru þegar nefndar
í örnefnalýsingunni hér á undan. Það minnir á að nú eru til hjá Örnefna-
stofnun örnefnalýsingar nær allra jarða í landinu og það er sjálfsagður hlutur
að leggja þær til grundvallar allri minjaskráningu. Má með sanni segja að ör-
nefnalýsingarnar séu jafnframt að nokkru leyti minjaskrár, þótt ófullkomnar
séu, vegna þess að yfirleitt er minjum lítið eða ekkert lýst og nafnlausra minja
annaðhvort lauslega getið eða ógetið með öllu.
Á Bessastöðum, eins og öllum öðrum jörðum þar sem verið hafa byggð ból
fram á þessa öld, hefur meira eða minna af mannaminjum horfið við jarð-
ræktun, vegalagningar og húsbyggingar. Slíkt liggur í augum uppi og hefur
sambærilegt gerst í ríkum mæli víða um lönd. Hjá okkur er fyrst og fremst um
að ræða tóftarbrot frá ýmsum tímum þar sem verið hafa útihús ýmiss konar
kringum bæina og innan gömlu túngarðanna. En fleira hefur vitaskuld farið
forgörðum og eflaust sumt merkilegra, sem kallað er, en peningshúsatóftir
seinni tíma. En mikill fjöldi mannaminja er þó enn eftir, til dæmis á hinum
fjölmörgu eyðijörðum í landinu, en einnig á byggðum býlum, sumt friðlýst,
sumt ekki, en þannig sett að því er ekki hætta búin, en annað í yfirvofandi
hættu að eyðilagt kunni að verða. Minjaskráning samkvæmt nýjum við-
horfum er því mjög brýn. Væri sennilega vænlegast að gera stefnuskrá um