Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Page 137
141
ÖRNEFNI OG MINJAR í LANDl BESSASTAÐA
Tungarður í Skansinum. Minjaskrá nr. 5.
þetta mál og vinna síðan eftir henni að þessu verkefni með þeim krafti sem
fjárráð og mannafli frekast leyfa.
Af horfnum minjum á Bessastöðum má t.d. nefna tóftir smábýlisins Lamb-
húsa, sem voru miðja vega milli kirkjugarðs og heimreiðarhliðs, svo og
,,akrana“, sem Benedikt Gröndal segir frá, í túni fyrir sunnan staðarhúsin.
Enn fremur traðir og garða o.fl. sem Gröndal nefnir einnig í Dægradvöl. Þó
virðist það vera vonum minna sem horfið hefur, þótt nú sé ógerningur að
segja nákvæmlega til um slíkt. Einhverjar útihúsatóftir hafa eflaust verið
sléttaðar út.
Þær mannaminjar sem enn eru við lýði og sýnilegar eru, mega heita færri en
ætla mætti að óreyndu á höfuðbóli. Skulu þær nú taldar upp og þeim lýst í
stuttu máli og vísast um leið til uppdráttarins á bls. 134.
1. Túngarður. Eins og sjálfsagt er var garður kringum túnið, ýmist úr torfi
eða grjóti, og lætur Gröndal hans lítillega getið. Búið er fyrir löngu að slétta
yfir hann að langmestu leyti. Sjá má móta fyrir honum vestur frá staðnum þar
sem hann skildi milli túnsins í Lambhúsum og Langavallar og hefur hann
teygt sig þar niður í fjöru við Lambhúsatjörn. Einnig sést hann, ef vel er að
gáð, innan við staðinn, þar sem hann hefur legið nokkurnveginn þvert yfir
milli tjarnanna, Bessastaðatjarnar að norðan og Lambhúsatjarnar að sunnan.
Þarf þó að standa vel á um árstíð og birtu til þess að hann megi greina þar.