Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Page 138
142
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Brunnholaf ?) í Skansinum. Minjaskrá nr. 5.
Loks er svo þess að geta að enn er dálítill krókóttur partur eftir órofinn
meðfram Bessastaðatjörn innanverðri, og má glöggt sjá að tjörnin hefur
brotið hann niður, þar sem að húsunum veit, meðan enn gætti þar flóðs og
fjöru. Þá má og sjá móta fyrir garðinum þvert yfir, rétt ofan við
Prentsmiðjuflöt, sem nú heitir. Hefur þá verið, og er reyndar enn, allmikið
athafnasvæði utan hans næst tjörninni.
í sambandi við túngarðinn og reyndar einnig túngarð Lambhúsa skal bent á
að allir þessir garðar sjást einkar vel á uppdrætti Björns Gunnlaugssonar frá
1831, þeim sem hér er birtur, þótt ónákvæmur sé á ýmsa grein. Hann er eigi
að síður mjög mikilsverður. M.a. sést hvar sjávargatan lá niður að Bessa-
staðatjörn.
2. Prentsmiðjuíóft. Á áðurnefndu athafnasvæði er vestast steinsteyptur fer-
kantaður grunnur undan prentsmiðjuhúsi Skúla Thoroddsen, frá því skömmu
eftir síðastliðin aldamót. í því húsi varð prentsmiðjudanskan til. Grunnurinn
er um 7x9 m að ummáli, ekki hár.
3. Húsatóftir á áðurnefndu athafnasvæði utan túns við Bessastaðatjörn.
Austan við prentsmiðjugrunninn er garðspotti og stefnir þvert á sjávar-
bakkann, en austan við hann grasigrónar húsatóftir tvennar, að því er virðist,
og stutt á milli, en erfitt er sökum mikils gróðurs að greina skilsmynd á þeim.