Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Side 139
ÖRNEFNI OG MINJAR í LANDI BESSASTAÐA
143
Tveir veggstúfar, e.t.v. af Skólanausti. Minjaskrá nr. 6.
Þær eru frammi á allháum sjávarbakka. Efalítið standa þær í sambandi við
athafnasemi við sjóinn og tengjast örnefnum eins og Sjóbúð, Sjóbúðarflöt og
Bessastaðavör.
4. Húsgrunnur, að þvi er helst virðist, gerður af allstóru grjóti og gamalgró-
inn á milli, er rétt við veginn á hægri hönd þegar ekið er inn í Bessastaðanes,
um 300 m innan við hliðið. Ekkert nafn er á þessu og engar sagnir. Grunnur-
inn er ferkantaður, um 5x9 m. Þarna mun varla hafa verið peningshús,
heldur timburhús til einhverra annarra nota á staðnum. Ekki er óhugsandi að
þarna hafi Fálkahúsið verið, en helst til langt virðist það þó frá staðnum, enda
er þetta ágiskun einber. — Friðlýst að ósk staðarhaldara 1976.
5. Skansinn, Bessastaðaskans (Ottavirki) er við Skerjafjörð þar sem Duggu-
ós var áður en stíflan var gerð milli Bessastaðatjarnar og sjávar. Skansinn er
virki, í stórum dráttum fjórir moldarveggir, sem upphaflega hafa verið mjög
háir, en eru nú ávalir og grasi grónir. Mannvirki þetta var reist seint á
17. öld til varnar gegn aðvífandi ófriðarmönnum eins og t.d. Tyrkir voru.
Annars skal Skansinum ekki lýst hér, heldur vísað til ritgerðar sem að miklu
leyti fjallar um hann, sjá Kristinn Jóhannesson, Þættir úr landvarnarsögu
íslendinga, Saga VI, 1969, bls. 122. Skansinn var formlega friðlýstur með
skjali dags. 25. okt. 1930 og friðlýsingarmerki sett upp þann 5. júni 1965.