Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Page 142
146
ARBOK FORNLEIFAFELAGSINS
Skothúsiö, Minjaskrá nr. 10.
9. Sauðaborg, undirstöður hennar, innarlega í Bessastaðanesi, þar sem
hallar til Skerjafjarðar, andspænis Kópavogskaupstað. Borgin hefur verið
hlaðin úr grjóti, a.m.k. undirstöðurnar, kringlótt, um 10 m í þvermál. Þetta
er skýrt, en svo virðist sem innan í þessum hring sé annar minni, 4-5 m í þver-
mál. Má vera að þessi innri hringur sé undirstaða borgar sem hlaðin hefði
verið úr grjótinu úr eldri og stærri borg, en slikri tilgátu ber að taka með var-
úð. — Friðlýst að ósk staðarhaldara 1976.
10. Skothúsið, hóll með sýnilegum tóftum á, þar sem hæst ber í Bessa-
staðanesi, eða eins og Gröndal segir í Dægradvöl: ,,Þar hæst á bungunni er
kringlóttur grasblettur og rúst eftir gamalt byrgi, þar sem fálkarar hafa líklega
legið við fyrrum, það var kallað ,,skothúsið“, og er þaðan víðsýni mikið og
fagurt.“ (2. útg. 1965, bls. 4). Hvað sem líður ummælum Gröndals um
fálkara, má telja mjög sennilegt að þarna hafi verið skotbyrgi. Gæsir eru t.d.
tíðir gestir í nesinu. Hóllinn sem tóftirnar eru á, er 9 m í þvermál við grunn-
inn, sýnist að upphafi hafa verið náttúruverk en þó má vera að hann hafi
smám saman hækkað af mannavöldum. — Friðlýst að ósk staðarhaldara
1976.
11. Grjótgarður hlaðinn er rétt fyrir norðan Skothúsið, tveir armar 5 og 9 m
og gleitt horn á milli. Þetta er tvíhlaðinn veggur úr býsna stórgerðu grjóti. Það