Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Side 163
SKYRSLA UM ÞJOÐMINJASAFNIÐ 1980
167
svo og allar lausavísur sem söfnuðust (flestar varðandi fráfærur og sauðfjár-
búskap). Þessar upplýsingar eru þó ekki komnar á skýrsluform.
Einnig vann Hallgerður við að skrásetja safn Holgers Kjær, sem þjóðhátta-
deild var afhent árið 1979. Safn þetta er í tvennu lagi: Annarsvegar dagbókar-
blöð, úrklippur, minnisatriði og bréf varðandi ferðalag Kjærs um ísland 1929
ásamt fleiri einkaskjölum, en hinsvegar svör við spurningaskrá varðandi
fræðslu og uppeldi á íslenskum heimilum, sem Kjær sendi til ýmissa fróð-
leiksmanna hérlendis um sama leyti. Lokið var við að skrásetja fyrri hluta
safnsins og ganga frá honum og byrjað að vinna að spjaldskrá yfir heimildar-
menn og bréfritara.
Starfsmaður sótti 2. International Oral History Conference í Amsterdam
24.-26. október og flutti þar m.a. erindi um sjálfscevisögur og endurminning-
ar íslenskra bænda og verkamanna“.
í framhaldi af þessari greinargerð um þjóðháttadeild skal þess getið, að
síðla á árinu kom út fyrsta bindi hins mikla ritverks Lúðvíks Kristjánssonar
íslenzkir sjávarhœttir, sem hann hefur unnið að um langt árabil og hin síðari
ár með tilstyrk Þjóðminjasafnsins í formi launagreiðslna, svo senr oft hefur
verið getið í skýrslum um safnið. Er ritið mjög ýtarlegt og vakti verðskuldaða
athygli, en Menningarsjóður gefur það út og fær safnið greiddan nokkurn
hluta ritlauna.
Frœðirit safnmanna
Á árinu birtust þessi fræðirit starfsmanna safnsins:
Árni Björnsson:
Töðugjöld og sláttulok. Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1979.
Icelandic Feasts and Holidays. Celebrations, Past and Present. Reykjavík.
Das Fest aller Kleinode, í safnritinu Zur Winterzeit der Welt, Berlin. •
Elsa E. Guðjónsson:
Hannyrðir Helgu Sigurðardóttur. Árbók 1979.
Tveir rósrauðir riðsprangsdúkar. Árbók 1979.
Sjónabók frá Skaftafelli, í Þórður Tómasson: Skaftafell, Reykjavík.
(Jm íslenska þrenningarklœðið í Hollandi, Konur skrifa til heiðurs Önnur Sig-
urðardóttur, Reykjavik.
Forvarsla textíla, sýningarskrá sýningar í Bogasal.
Kort oversigt over islandske kvindedragter fra ca. 1750 til vore dage. Ljósrit.
Islenskir kvenbúningar á síðari öldutn. Ljósrit.
Islenskur miðaldaútsaumur. Refilsaumur. Ljósrit.
Augnsaumur. Ljósrit.