Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Page 164
168
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Þrjár myndir af stúlku frá Möðruvöllum. Lesbók Morgunblaðsins, 55. tbl.
Islenskir búningar á 16. öld. Morgunblaðið 27. apríl.
Kannist þið við kríluð bönd? Ljóri, 1.
Altarisklœði og altarisdúkur með brún úr Laufáskirkju. Ljóri, 1.
Guðmundur Ólafsson:
Grelutóttir. Landnámsbær á Eyri við Arnarfjörð. Árbók 1979.
Islandsk museumsvœsen. Museumskonference, Nuuk 1980.
Starfsmanna- og fjárþörf Þjóðminjasafnsins. Ljóri, 1.
Fornleifarannsóknir í Gautavík. Ljóri, 1.
Þór Magnússon:
The Viking Age Settlement of Iceland. Atlantica & Icelandic Review.
Sýningar og aðsókn
Á árinu komu 27.542 skráðir sýningargestir í safnið. Skólaheimsóknir voru
með venjulegum hætti og önnuðust Hrafnhildur Schram og síðar Sólveig
Georgsdóttir þær á vegum Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur.
Hinn 21. febrúar var opnuð í Bogasal sýning safnsins um forvörslu (við-
gerðir) textila, einkum textíla í eigu safnsins en einnig nokkurra i eigu kirkna,
og stóð til maíloka. Eru þetta einkum hlutir sem Margrét Gisladóttir hefur
gert við, eftir að hún fór að vinna á safninu, en nokkra hafði áður verið gert
við erlendis. Var gerð einföld sýningarskrá, þar sem eðli og tilgangur slíkra
viðgerða var skýrt, en á sýninguna komu 2150 manns. Flutti Elsa G. Guðjóns-
son safnvörður erindi í tengslum við sýninguna 15. apríl.
Þá má geta þess sem nokkurrar nýlundu, að Helga Ingólfsdóttir hélt
sembalhljómleika í anddyri safnsins 22. mars. Voru hljómleikarnir haldnir á
vegum Tónleikanefndar Háskólans og þóttu takast mjög vel og anddyrið
henta vel í þessum tilgangi.
Safnið lánaði átta hluti úr fornaldar- og miðaldadeildum þess á víkinga-
sýninguna miklu, sem haldin var í London og síðar í New York og mjög var
umtöluð. Voru þetta ýmis af mestu dýrmætum safnsins, svo sem nælan frá
Tröllaskógi, tvær fjalir frá Flatatungu, tá-bagallinn frá Þingvöllum og hnef-
inn frá Baldursheimi. Fór Þorkell Grímsson safnvörður með hlutina til Lon-
don.
Safnauki
Á árinu voru færðar 99 færslur í aðfangabók safnsins, flest gjafir eins og
venja er. Helstu hlutir, sem bárust, voru þessir: