Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Síða 166
170
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
einkum grafið framan i bæjarhólnum, þar sem hafist var handa sumarið
áður, og varð þó ekki komist niður úr mannvistarlögum. Þarna voru rústir frá
síðari öldum, en hinar eldri rústir, frá miðöldum, virðast ekki i þessum hluta
hólsins. En þarna kom upp mikill fjöldi gripa eins og áður.
Merkasti fornleifafundur ársins og þótt horft sé um lengri tíma var silfur-
fundurinn í Miðhúsum í Egilsstaðahreppi, sem frá var skýrt í síðustu Árbók.
Var sjóðurinn sýndur i safninu og síðan áformað að sýna hann á Egilsstöðum.
Lilja Árnadóttir kannaði fornan kirkjugarð i Neðranesi í Stafholtstungum,
sjá um hann grein í þessari Árbók.
Ferðir safnmanna
Þjóðminjavörður dvaldist í Englandi og Skotlandi dagana 4.-14. mars i boði
háskólanna í Durham og Edinborg og flutti fyrirlestur þar um upphaf byggð-
ar á íslandi í ljósi fornleifafunda. Ferðaðist hann nokkuð um þar og skoðaði
einkum ýmsa staði þar sem fornleifarannsóknir höfðu verið gerðar eða unnið
var að rannsóknum.
Einnig var þjóðminjavörður boðaður til Kaupmannahafnar í janúar til að
vera viðstaddur fund með enskum blaðamönnum, sem haldinn var vegna
víkingasýningarinnar í Lundúnum, en þeir blaðamenn voru i boðsferð um
Skandinavíu til að kynnast víkingaminjum, þannig að verða mætti til auglýs-
ingar sýningunni. Ekki höfðu þeir tök á að koma til íslands né Finnlands og
var því ráð tekið að kynna víkingaaldarminjar í þeim löndum með fyrir-
lestrum fyrir blaðámennina. Síðar um sumarið var sams konar fundur haldinn
í Kaupmannahöfn fyrir bandaríska blaðamenn, áður en sýningin skyldi opn-
uð i New York, og fór Inga Lára Baldvinsdóttir á þann fund fyrir safnsins
hönd.
í september fór svo þjóðminjavörður til New York og var viðstaddur þar
ásamt menntamálaráðherra opnun sýningarinnar í Metropolitan Museum of
Art.
í maímánuði sótti þjóðminjavörður ásamt Runólfi Þórarinssyni fulltrúa í
menntamálaráðuneytinu fund í Evrópuráðinu um verndun borgarhverfa.
Dagana 25. okt. - 2. nóv. var haldinn fundur safnmanna frá íslandi, Græn-
landi og Færeyjum í Þórshöfn í Færeyjum og var þetta upphaf kynningar-
starfs og samvinnu safnmanna í þessum löndum með styrk Norræna menn-
ingarmálasjóðsins. Nefndist samvinna þessi Útnorðursafnið en áformað er að
koma á farandsýningum frá þessum löndum, sem sýndar skuli sem víðast í
viðkomandi löndum. Skyldi hvert land gera þrjár sýningar á þremur árum og
var áformað, að fyrsta sýningin frá Færeyjum fjallaði um færeyska bátinn og
þýðingu hans fyrir færeyskt þjóðlíf, en fyrsta sýningin frá íslandi mun fjalla
um torfbæinn. Var grundvöllur lagður að sýningarstarfi þessu á fundi