Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Page 167
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1980
171
norrænna safnmanna í Nuuk á Grænlandi, sem haldinn var i april að tilstilli
Grænlendinga, sem þá nýlega höfðu hlotið sjálfstjórn og höfðu ráðist í
nýskipan safnamála sinna. Sótti Guðmundur Ólafsson safnvörður þann fund.
Fundurinn í Færeyjum var mjög mikilsverður, enda var þátttakendum sýnt
margt hið mikilsverðasta af menningarminjum Færeyinga og umræður voru
um margvíslegar hliðar safnmála og safnasamstarfs. - Frá Þjóðminjasafninu
sótti þjóðminjavörður fundinn og einnig Elsa E. Guðjónsson og Gísli
Gestsson fv. safnvörður. Þátttakendur voru einnig frá Árbæjarsafni og
Skógasafni. Gist var á einkaheimilum i Þórshöfn og voru móttökur hinar
ágætustu.
Elsa E. Guðjónsson safnvörður dvaldist með styrk frá safninu i Kaup-
mannahöfn í fjóra daga tvívegis í sambandi við utanferðir til könnunar heim-
ilda um textíla í Konungsbókhlöðu og Þjóðminjasafni í Kaupmannahöfn.
Gamlar byggingar
Allviða var unnið að viðgerðum gamalla bygginga á árinu, ekki aðeins
þeirra, sem eru á fornleifaskrá heldur og annarra, sem safnið hefur beint eða
óbeint hönd í bagga með og fé er veitt til fyrir tilstilli þess eða Þjóðhátíðar-
sjóðs. í Selinu í Skaftafelli lauk Gunnar Bjarnason við að þilja eldhúsið og var
talsverður hluti þess settur upp úr gömlum viði. Má það heita fullfrágengið,
en eftir er að þilja stofuna. Hafði Gísli Gestsson fv. safnvörður umsjón með
viðgerðinni eins og áður. Dvöldust þjóðminjavörður og Gísli í Skaftafelli
dagana 5.-6. júli og áttu fund með Eyþóri Einarssyni, Hrafnkatli Thorlacius
og Ragnari Stefánssyni um framkvæmdir þar.
Hafist var handa um viðgerð Nesstofu og var byrjað á viðgerð vesturhluta
þaksins, sem farinn var að leka og þakinu orðið mjög fokhætt. Fjárveiting var
að sönnu ekki mikil til viðgerðarinnar og tókst því ekki að leggja í stóran
áfanga, en ljóst er, að taka verður allt ytra byrði hússins til vandlegrar við-
gerðar hið fyrsta. Sá Gunnar Bjarnason um viðgerðina, en hann hefur unnið
mest í Viðey undanfarin ár. Nesstofa er á margan hátt mjög svipuð Viðeyjar-
stofu að allri megingerð og þar keimlík vandamál við að glíma.
Á Grenjaðarstað var gert allnokkuð við gamla bæinn, aðallega göngin.
Einnig var gert nokkuð við miðhluta gamla bæjarins að Þverá í Laxárdal, en
viðgerð hans hefur því miður þokað hægt og hafa heimamenn á Þverá, sem
mest hefur verið treyst á til verksins, haft lítinn tíma aflögu til þess.
Á Galtastöðum fram var gerð upp fjóshlaðan og byrgi framan við. Sá
Sveinn Einarsson um hleðsluverkið en Auðun Einarsson tréverk.
Settir voru rafmagnsþilofnar og raflýsing í Víðimýrarkirkju, svipað og í
Hofskirkju fyrir nokkrum árum. Var kirkjan í sannleika sagt óhæf til messu-
halds að vetrinum óupphituð og í rauninni hætt við, að notkun hennar legðist