Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Page 172
176
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Guðmundsson fv. alþm., sem er formaður nefndarinnar. Var þjóðminjaverði
falið að starfa með nefndinni. Hélt hún nokkra fundi og átti viðræður við for-
ráðamenn Hafnarfjarðarbæjar, enda byggist starf hennar á þeirri álitsgerð,
sem hin fyrri sjóminjasafnsnefnd hafði gert fyrir nokkrum árum. Var gerður
samningur við Hafnarfjarðarbæ um viðgerð Bryde-pakkhússins í Hafnar-
firði, sem stendur við hlið húss Bjarna Sívertsens, en áformað er að gera við
það sem fyrsta áfanga safnsins og koma þar fyrir til sýningar ýmsum sjó-
minjum og einnig reisa þar hjá bátaskemmu til bráðabirgða. Hófst viðgerð
hússins í nóvember. — Til sjóminjasafnsins komu tveir gamlir bátar á árinu,
frá Skálavik og Keldu við ísafjarðardjúp. Voru þeir settir í geymslu í Viðey.
Þá lauk Jóhann L. Gíslason bátasmiður viðgerð bátsins Leifs, sem fyrrum
var í eigu sr. Sigurðar Jenssonar í Flatey en smíðaður var af Bergsveini Ólafs-
syni í Hvallátrum.
Húsafriðunarnefnd
Húsafriðunarnefnd hélt 7 fundi á árinu um verndun og friðun húsa svo og
um úthlutun úr Húsafriðunarsjóði. Nam úthlutunarupphæð kr. 37,2 millj.,
og voru beinar styrkveitingar sem hér segir:
Til Hafnargötu 44, Seyðisfirði (gömlu símstöðvarinnar) kr. 4 millj., til
Amtmannsstígs 1, Reykjavík (Landlæknishússins), kr. 5 millj., til Gömlu-
búðar á Eskifirði, kr. 4 millj., til Norska hússins i Stykkishólmi, kr. 3 millj.,
til endurbyggingar hússins frá Holti á Síðu í Skógasafni, kr. 1 millj., til gömlu
bókhlöðunnar í Flatey, kr. 1 millj., til Saurbæjarkirkju á Rauðasandi, kr. 3
millj., til Garðastrætis 11 A, Reykjavík (Hákots), kr. 500 þús. - Að auki var
greidd sérfræðiaðstoð, aðallega arkitektavinna, teikningar og eftirlit, við
aðrar bygginga auk þessara fyrrnefndu, en það voru helst Kirkjubæjarkirkja í
Hróarstungu, Innri- Njarðvíkurkirkja, Kálfatjarnarkirkja og gömlu kaup-
félagshúsin á Húsavík.
Þjóðhátíðarsjóður
Þjóðminjasafnið fékk í sinn hlut af úthlutunarfé Þjóðhátiðarsjóðs kr. 30
millj., sem er fjórðungur af úthlutunarfé sjóðsins. Var fénu varið til eftirtal-
inna verkefna: Til viðgerðar textíla, einkum laun Margrétar Gísladóttur, kr.
4.753.367-, til fornleifarannsókna á Stóruborg, kr. 10.820.687-, til viðgerðar
Grundarkirkju í Eyjafirði, kr. 5.127.015-, til viðgerðar bæjarins á Galta-
stöðum, kr. 4.354.916-, til þjóðminjaskráningar kr. 3.971.000- og annarra
smærri verkefna, einkum viðgerðar Kornhúss frá Vopnafirði, kr. 2.429.293-.
Að auki úthlutaði sjóðstjórn styrkjum, og skulu hér nefndir þeir, sem runnu til
minjaverndar og rannsókna: Til fornleifarannsókna í Herjólfsdal, kr. 4
millj.; til viðgerðar bókhlöðunnar í Flatey, kr. 2 millj.; til Harðar Ágústs-