Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1981, Síða 176
180
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
vék Gunnlaugur að þeim umræðum, sem farið hafa fram að undanförnu um Þjóðminjasafnið og
lagði til, að stjórn Fornleifafélagsins ýtti undir endurskoðun þjóðminjalaganna.
Formaður taldi líklegt, að stjórn félagsins tæki vel i þessi tilmæli um að ýta á eftir endurskoðun
þjóðminjalaganna. Hins vegar kvaðst hann ekki reiðubúinn að játa því, að félagið tæki að gefa út
nýtt tímarit um þjóðminjar við hliðina á Árbókinni. Hann benti og á, að félagsmenn væru tiltölu-
lega fáir utan höfuðborgarsvæðisins, svo að það kynni að vera örðugleikum háð að halda aðal-
fundi þar. Hins vegar kæmi mjög til greina að halda aðalfundi á öðrum árstíma en gert hefði
verið að undanförnu.
Guðmundur Ólafsson safnvörður þakkaði Gunnlaugi Haraldssyni erindi hans og tillögur og
gat þess, að næstu daga kæmi út tímaritið Ljóri, sem ætlað er að vera alþýðlegt rit um þjóðminjar
og safnamál.
Loks fluttu þeir Sveinbjörn Rafnsson prófessor og Sigurður Þórarinsson prófessor erindi um
rannsóknir byggðarústa á Hrafnkelsdal. Sýndi Sveinbjörn m.a. margar innrauðar loftmyndir af
húsarústum, og Sigurður Þórarinsson gerði grein fyrir öskulagarannsóknum í dalnum, sem hann
taldi leiða í ljós, að víða hefði verið byggð þar fyrir 1104 eða 1158. Fundarmenn þökkuðu fyrir-
lesurum fróðleg erindi með lófataki.
Að erindunum loknum báru fundarmenn fram allmargar fyrirspurnir, sem fyrirlesarar
svöruðu, og spunnust af nokkrar umræður.
Fleira gerðist ekki, fundi slitið kr. 11.45.
Kristján Eldjárn Þórhallur Vilmundarson
REIKNINGAR FORNLEIFAFÉLAGSINS 1979
Tekjur:
Sjóður frá fyrra ári .............................................................. 989.549,-
Styrkur úr ríkissjóði.............................................................. 400.000,-
Árgjöld 1978..................................................................... 2.201.188,-
Seldar eldri árbækur............................................................... 276.845,-
Gjöf Skúla Magnússonar ............................................................. 11.500,-
Vextir.............................................................................. 98.990,-
3.978.072,-
Gjöld:
Greitt vegna árbókar 1978..................................................... 2.555.857,-
Innheimta og póstgjöld.................................................. 201.250,-
Ýmisönnurgjöld................................................................... 29.304,-
Sjóður til næsta árs:
Verðbréf....................................................................... 5.000,-
Innistæður ...............■.......................................... 1.186.661,-
3.978.072,-
Reikningur þessi hefur verið endurskoðaður og er ekkert athugavert við hann.
Páll Líndal Höskuldur Jónsson
Er samþykkur þessum reikningi.
Kristján Eldjárn