Óðinn - 01.01.1929, Side 59

Óðinn - 01.01.1929, Side 59
ÓÐINN 59 Kirkjuvígsla og biskupsvígsla í Landakoti. Kardínáli van Rossum. 21. júlí kom hingað frá Róma- borg Vilhjálmur kardínáli van Rossum, sem áður var hjer sum- arið 1923 og vígði þá Johann Mar- tin Meulenberg prest i Landakoti postullegan prefect á íslandi. Var kardínálinn þá á ferð um öll Norðurlönd. Síðan hefur Meulen- berg prefect reist hina fögru og vönduðu steinkirkju í Landakoti, og nú var það erindi kardínálans, að vígja kirkjuna, og jafnframt að vígja Meulenberg prefect til bisk- ups. í för með kardínála voru ýmsir virðingamenn kaþólskir, tveir biskupar, Jósef Rrems Hró- arskeldubiskup og dr. Miiller Lóreabiskup, frá Svíþjóð, umboðs- maður norsku kaþólsku kirkjunn- ar, dr. Kjelstrup, Richard kórs- bróðir frá París, yfirmaður Maríu- reglunnar, sem hjer starfar, og dr. Htipperts, tilsjónarmaður þess um- dæmis hennar, sem ísland telst til. Auk þeirra voru með kardínála frá Rómaborg skrifari hans, dr. Drihmann, o. fl. Er það ekki venja, að kardínálarnir takist á hendur langar ferðir til þess að vígja kirkjur eða biskupa, og má lita á það sem sjerstakan vott um velvilja frá hálfu páfans bæði til Marteins biskups og íslensku þjóð- arinnar, að vígslurnar voru gerðar svo viðhafnarmiklar. Kirkjuvígslan fór fram 23. júlí og biskupsvígslan tveimur dögum síðar. Hafði Marteinn biskupsefni boðið mörgum utan safnaðar sins að vera við vígslurnar og mættu þar ráðherrarnir allir og flestir embættismenn bæjarins, fulltrúar erlendra ríkja, alþingismenn, blaðamenn o. s. frv. Var kirkjan fullskipuð í bæði skiftin. En vígsluat- hafnir kaþólsku kirkjunnar eru mjög hátíðlegar. Hefur þeim verið lýst hjer allítarlega í ýmsum frjettablöðunum og eins viðhorfi kaþólsku kirkj- unnar meðal þjóðanna nú á tímum, m. a. í Lögrjettu. Hinn nýi biskup í Landakoti nefnir sig Martein biskup og er hann vigður til Hóla. 1 sambandi við vígsluna fjekk Marteinn biskup veglegar gjafir: frá páfanum kross, er kaþólskir biskupar bera á brjósti, frá kardínálanum bisk- upshring, og bagal, eða biskupsstaf, frá yfir- manni Maríureglunnar. Skáldkonan Sigrid Und-

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.