Óðinn - 01.01.1929, Qupperneq 60

Óðinn - 01.01.1929, Qupperneq 60
60 ÓÐINN 1 L set, sem er kaþólskrar trúar, sendi honum að gjöf, til minningar um vígsluna, málverk af Guðmundi góða Hólabiskupi. Forsætisráðherra Tryggvi Þórhallsson færði kardínálanum stórkross Fálkaorðunnar með stjörnu og skrifara hans riddarakross. Kvöldið fyrir biskupsvígsluna var kardínálinn og fylgdarlið hans i boði bjá forsætisráð- herra og flutti þá forsætis- ráðherra ræðu til hans á latínu, en kardínálinn svar- aði með ræðu á sama máli. Meðan kardínálinn dvaldi hjer hjelt hann til á biskups- setrinu í Landakoti. Var hon- um tekið þar með mikilli viðhöfn og flutti þá Marteinn biskupsefni ræðu til hans í kirkjunni, en Sigurður Skag- field söng þar mótlökuljóð eftir Stefán skáld frá Hvítadal. Vilhjálmur kardínáli van Rossum er einn af helstu virðingamönnum kaþólsku kirkjunnar. Hann er for- fiTiíiTiIJititiTÍI \wJt Nýja kirkjan í Landakoti. maður þeirrar stjórnardeildar hennar, sem annast útbreiðslu trúarinnar, og nær valdsvið hennar yfir kirkjuna í ókaþólskum löndum. Hann er hollenskur að þjóðerni, fæddur 1854 og varð kardínáli 1911. Nýja kirkjan í Landakoti er tvimælalaust feg- ursta kirkjan, sem reist hefur verið hjer á landi. Hún stendur á hæð í vesturbænum og sjest langar leiðir að. Utan af hafi er það kirkjuturn- inn í Landakoli, sem fyrst sjest af bænum, og ber hann hátt yfir aðrar byggingar. Kirkjan er ^ygð í gotneskum stíl; teikninguna hefur Guð- jón Samúelsson, húsameistari ríkisins, gert, en yfirsmiður var Jens Eyjólfsson byggingameistari. Mestu hefur þó án efa ráðið um alla gerð húss- ins Marteinn biskup sjálfur og ber kirkjan órækan vott um listasmekk hans, dugnað og áhuga, enda hefur hann með kirkjubyggingunni reist sjer hjer minnismerki, sem lengi mun halda nafni hans á lofti, og er kirkjan til sóma öllum þeim, sem að henni hafa unnið. Myndin, sem hjer fylgir, sýnir teikninguna af kirkjunni. Yfirbygginguna á turninn vantar enn. Hann er flatur að ofan, og verður, ef til vill, yfirbygg- ingin, þegar til kemur, eitthvað öðruvísi en myndin sýnir. En sje yfirbygging turnsins tekin af, sýnir myndin kirkjuna eins og hún nú er. Kirkjan er við vígsluna helguð Kristi og heitir Kristskirkjan í Landakoli. Marteinn biskup er fæddur í Þýskalandi 30. okt. 1872, en tók stúdentspróf í Hollandi og var siðan við háskóla suður í Algeríu. Flutti óðinn mynd af honum og nokkra frásögn um æfi hans og starf i XIX. árg. (1923). Nú hefur hann dvalið hjer fullan aldarfjórðung, átti 25 ára dvalarafmæli hjer síð- astl. haust. Hann er íslensk- ur rikisborgari. Eftir ósk van Rossum kardínála gekst hann fyrir íslenskri sýningu á heimssýningunni miklu í páfahöllinni í Róm sumarið 1925 og var sú sýning íslandi til hins mesta sóma. Mar- teinn biskup fór þá til Rómaborgar og flutti þar á hátíðarsamkomu ræðu um Island, en á eftir var sung- inn þjóðsöngur okkar: »Ó, guð vors lands«. í þeirri för flutti hann einnig fyrirlestra um ísland í Hollandi, Belgíu og Frakklandi. Er óhætt að segja, að Island eigi öruggan forsvarsmann þar sem hann er. Telja má víst, að nýja kirkjan í Landakoti verði mönnum hvöt til þess, að vanda kirkju- byggingar alment hjer á landi betur en verið hefur til þessa.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.