Óðinn - 01.01.1929, Page 61

Óðinn - 01.01.1929, Page 61
ÓÐINN x 61 Guömundur Bergsson póstmeistari. Hann er fættur í Hólshúsum í Yatnsfjarðar- sveit í Isafjarðarsýslu 25. maí 1869. Foreldrar hans hjetu Bergur Zakaríasson og Kristín Ketils- dóttir. Var Zakarias afi Guðmundar hálfbróðir sjera Halldórs Jónssonar, sem lengi var prestur í Tröllatungu, og voru þeir synir Jóns bónda á Iíleifum í Gilsfirði. Misti Guðmundur föður sinn er hann var á þriðja ári, en var með móður sinni til sjö ára aldurs. Þá fór hann til vanda- lausra og hlaut mjög ljelegt uppeldi, sem vafa- laust hefur dregið úr líkamsþroska hans. Ellefu ára gamall fór hann til móðurbróður síns, Guð- mundar Ketilssonar, sem þá bjó á Miðhúsum í Kollafirði, sem nú eru í eyði, og var hjá honum fram yfir tvítugt. Þar kyntist jeg honum fyrst sem unglingi, segir sá, sem þetta er haft eftir, og það, sem jeg einkum tók eftir í fari hans, var sjerstakt kapp og vilji við þau störf, sem hann hafði með höndum, og síðar fylgdu hon- um þessi sömu einkenni, er hann fór að koma sjer áfram. Var liann oft í sendiferðum, er hann var í Miðhúsum, og tók jeg eftir því, að hann hljóp þá altaf í spretti. En sæmilega fór þar um hann, eftir því sem orðið gat á svo fátæku heim- ili. Frá Guðmundi móðurbróður sínum fór hann i vist að Stóra-Fjarðarhorni, og þaðan í ólafs- dalsskóla 1893 og útskrifaðist þaðan eftir tveggja vetra nám með ágætiseinkunn í nær öllum námsgreinum. Fjekk hann mikið lof hjá Torfa skólastjóra. Sumarið 1895 var hann við jarða- bótastörf, en fór um haustið á Möðruvallaskól- ann og útskrifaðist þaðan með I. eink. eftir eins vetrar nám. Eftir það vann hann að jarðabóta- störfum á sumrum, en var við barnakenslu á vetrum. Haustið 1899 varð hann kennari við Barnaskólann í Beykjavík, kendi þar reikning i 6. bekk, en jafnframt var hann húskennari hjá Ben. S. Þórarinssyni kaupmanni. En vorið 1900 var hann ráðinn til þess að standa fyrir vatns- leiðslugerð í Isafjarðarkaupstað og fór svo, að hann settist þar að um hríð. Hannes Hafstein var þar þá sýslumaður og hafði hann gengist fyrir að koma vatnsleiðslunni í framkvæmd. En um haustið rjeði hann Guðmund fyrir skóla- stjóra barnaskólans á ísafirði veturinn 1900— 1901. Næsta sumar vann Guðmundur enn við vatnsveituna, þar til hann 1. ág. rjeðst til Þor- valds heitins Jónssonar læknis og varð aðstoðar- maður hans við póstafgreiðslu og bóksölu, en á nýjári 1906 tók hann við hvoru- tveggja sjálfur. Rak hann þau störf fram til 1920 og fór hvorutveggja vel úr hendi. Síðan varð hann póstmeistari á Akureyri fram til 1923, en varð þá póstfulltrúi hjer í Reykja- vík og um síð- ustliðin áramót settur póst- meistari, eftir daupa Borleifs Jónssonar. Hann kvæntist á Akureyri haustíð 1920 Sigur- laugu Sigurgeirsdóttur, ættaðri úr Fnjóskadal, en misti hana 6. apríl þ. á. Hefur Guðmundur rækt öll störf, sem hann hefur fengist við, með mestu reglusemi og dugnaði. # Kvæöi eftir Þorstein Jónsson. Hugljúf. I. Jeg minnist þín, Hugljúf, i örlitlum óð, æskunnar leiksystir, fögur og góð. Saman við lásum oft sögur og kvæði, sorgfrí og lífsglöð vorum þá bæði. Jeg gcymi þær minningar sælu í sjóð. Jeg man líka Vindham, er vakti þjer títt vonbjarta útþrá og hugarflug nýtt. Fá fulltíða gerðist, að heiman strax hjelt og heimslánsins nautnum gat sjer í velt. Hans orðrómur flaug út um veröldu vítt. II. í bernsku var Hugljúf mín blómleg og fríð, með blessaða vangana rjóða. Guömundur Bergsson.

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.