Óðinn - 01.01.1929, Qupperneq 61

Óðinn - 01.01.1929, Qupperneq 61
ÓÐINN x 61 Guömundur Bergsson póstmeistari. Hann er fættur í Hólshúsum í Yatnsfjarðar- sveit í Isafjarðarsýslu 25. maí 1869. Foreldrar hans hjetu Bergur Zakaríasson og Kristín Ketils- dóttir. Var Zakarias afi Guðmundar hálfbróðir sjera Halldórs Jónssonar, sem lengi var prestur í Tröllatungu, og voru þeir synir Jóns bónda á Iíleifum í Gilsfirði. Misti Guðmundur föður sinn er hann var á þriðja ári, en var með móður sinni til sjö ára aldurs. Þá fór hann til vanda- lausra og hlaut mjög ljelegt uppeldi, sem vafa- laust hefur dregið úr líkamsþroska hans. Ellefu ára gamall fór hann til móðurbróður síns, Guð- mundar Ketilssonar, sem þá bjó á Miðhúsum í Kollafirði, sem nú eru í eyði, og var hjá honum fram yfir tvítugt. Þar kyntist jeg honum fyrst sem unglingi, segir sá, sem þetta er haft eftir, og það, sem jeg einkum tók eftir í fari hans, var sjerstakt kapp og vilji við þau störf, sem hann hafði með höndum, og síðar fylgdu hon- um þessi sömu einkenni, er hann fór að koma sjer áfram. Var liann oft í sendiferðum, er hann var í Miðhúsum, og tók jeg eftir því, að hann hljóp þá altaf í spretti. En sæmilega fór þar um hann, eftir því sem orðið gat á svo fátæku heim- ili. Frá Guðmundi móðurbróður sínum fór hann i vist að Stóra-Fjarðarhorni, og þaðan í ólafs- dalsskóla 1893 og útskrifaðist þaðan eftir tveggja vetra nám með ágætiseinkunn í nær öllum námsgreinum. Fjekk hann mikið lof hjá Torfa skólastjóra. Sumarið 1895 var hann við jarða- bótastörf, en fór um haustið á Möðruvallaskól- ann og útskrifaðist þaðan með I. eink. eftir eins vetrar nám. Eftir það vann hann að jarðabóta- störfum á sumrum, en var við barnakenslu á vetrum. Haustið 1899 varð hann kennari við Barnaskólann í Beykjavík, kendi þar reikning i 6. bekk, en jafnframt var hann húskennari hjá Ben. S. Þórarinssyni kaupmanni. En vorið 1900 var hann ráðinn til þess að standa fyrir vatns- leiðslugerð í Isafjarðarkaupstað og fór svo, að hann settist þar að um hríð. Hannes Hafstein var þar þá sýslumaður og hafði hann gengist fyrir að koma vatnsleiðslunni í framkvæmd. En um haustið rjeði hann Guðmund fyrir skóla- stjóra barnaskólans á ísafirði veturinn 1900— 1901. Næsta sumar vann Guðmundur enn við vatnsveituna, þar til hann 1. ág. rjeðst til Þor- valds heitins Jónssonar læknis og varð aðstoðar- maður hans við póstafgreiðslu og bóksölu, en á nýjári 1906 tók hann við hvoru- tveggja sjálfur. Rak hann þau störf fram til 1920 og fór hvorutveggja vel úr hendi. Síðan varð hann póstmeistari á Akureyri fram til 1923, en varð þá póstfulltrúi hjer í Reykja- vík og um síð- ustliðin áramót settur póst- meistari, eftir daupa Borleifs Jónssonar. Hann kvæntist á Akureyri haustíð 1920 Sigur- laugu Sigurgeirsdóttur, ættaðri úr Fnjóskadal, en misti hana 6. apríl þ. á. Hefur Guðmundur rækt öll störf, sem hann hefur fengist við, með mestu reglusemi og dugnaði. # Kvæöi eftir Þorstein Jónsson. Hugljúf. I. Jeg minnist þín, Hugljúf, i örlitlum óð, æskunnar leiksystir, fögur og góð. Saman við lásum oft sögur og kvæði, sorgfrí og lífsglöð vorum þá bæði. Jeg gcymi þær minningar sælu í sjóð. Jeg man líka Vindham, er vakti þjer títt vonbjarta útþrá og hugarflug nýtt. Fá fulltíða gerðist, að heiman strax hjelt og heimslánsins nautnum gat sjer í velt. Hans orðrómur flaug út um veröldu vítt. II. í bernsku var Hugljúf mín blómleg og fríð, með blessaða vangana rjóða. Guömundur Bergsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.