Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Side 12
12
sins Glarus, 22 maira. i8|2, 24. gr. tekr kosning’arrétt
af þeim mönnum, sem stjórnarskrá Ziiriclis nefnir undir
töluliðunum 2) og 3), og útilokar enn fremr þá, sem
með úrskurði rétts yfirvalds eða dómi eru sviftir hon-
um, og þar að auki vitstola menn og fífl (fábjána).
Stjórnarskrá fylkisins Freiburg 7. maím. 1855, 25. og
26. gr., gefr öllum mönnum nema prestum í fylkinu
kosningarrétt, sé þeir fullra 20 ára, búsettir í fylk-
inu, og hafi borgaraleg og pólitísk réttindi, nema þeir
sé : 1) dœmdir til ærumeiðandi hegningar, eða með
dómi sviftir pólitískum réttindum; 2) sé gjaldþrota; 3)
gerðir ómyndugir; 4) hafi næstu ár á undan kosning-
unni stöðuglega þegið af sveit, annaðhvort handa sér
eða sínum; 5) ef þeir eru menn, sem forboðið er að
koma á veitingahús; 6) eða vitanlega fífl. Af þessum
dœmum gæti menn eflaust gert sér nokkra hugmynd
um, hvernig kosningarréttr Svisslendinga muni
vera.
Kosningarréttrinn í Danmörku er almennr, og
kosningarnar einfaldar til þjóðþingsins. Hver maðr
með óflekkuðu mannorði, sem hefir réttindi innborinna
manna, og er fullra 30 ára, hefir kosningarrétt til
þess. Fiekkað mannorð eru þeir menn eingöngu
álitnir að hafa, sem eftir dómi eru dœmdir sekir i
ærumeiðandi yfirsjón. Jmir, sem 1) eru annara hjú;
2) þiggja af sveit, eða hafa þegið af sveit, og ekki
hafa endrgoldið sveitarstyrkinn, eða styrkrinn verið
gefinn þeim upp; 3) þeir sem ekki eru fjár sins ráð-
andi, hafa ekki kosningarrétt, og að síðustu hefir
stjórnarskrá Dana sömu ákvörðun um búsetu kjósand-
ans í kjördœminu og stjórnarskrá íslands. Kosningar
til efri málstofunnar í Danmörku eru aftr á móti tve-
faldar hlutfallskosningar, og bundnar við skattgreiðslu,
enn þær koma ekki þessu máli við, þar sem að eins
er talað um hvers lands kosningarrétt til neðri mál-