Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Síða 24
24
í Dalasýslu ..................................10.7
- Arnessýslu..................................9.7
$>ó útreikningr þessi sýni, hvernig kosningarnar
hafa verið sóttar í hverju kjördœmi, þá er þó ekki
unt að draga út úr þeim neina áreiðanlega ágizkun
um það, hverjum kjördœmum sé mest um það hugað,
að sœkja vel kosningar til þingsins, eða hvar menn
hafi mestan áhuga á almennum málum. þ>að eru svo
margar aðrar orsakir til þess, að margir eða fáir sœki
kjörfund. Gott veðr getr valdið því, að margir kjós-
endr sœki fundinn, því að förin getr þá um leið
orðið nokkurs konar skemtiferð fyrir þann sem fer.
Enn sama veðr getr aftr á móti haldið fjölda af kjós-
endum heima. Reglulegar kosningar fara nefnilega
fram í september, og þá eru menn enn þá við heyann-
ir, og þá er þurt veðr með sólskini svo ómetanlegt
fyrir bóndann, sem hey á úti, að hann mun heldr
kjósa að vera við vinnu sína enn fara á fund. í Rang-
árvalla og Skagafjarðarsýslu munu margir kjósendr
hafa setið heima síðast af því, að kosningardaginn
bar upp á þerridag eftir löng votviðri. Stormr eða
logn, þar sem kjósendr verða að fara sjóveg, vatna-
vextir fyrir þá, sem þurfa að fara landveg, geta einn-
ig haft áhrif; þá geta veikindi verið meiri í einu kjör-
dœifc enn öðru, þó ekki væri svo síðast, og alt þetta
eretr borið að, án þess nokkur kjörstjóri geti séð það
fyrir.
það er atriði, sem hefir einkar mikil áhrif á, hve
margir kjósendr mœta á fundi, hvort þingmannaefnin
ganga vel fram í því, að útvega sér atkvæði, bæði
með fundarhöldum, með því að fara um kjördœmið
og útbreiða skoðanir sínar fyrir kjósendum, og með
öðrum leyfilegum meðölum, enn það hefir enn þá ekki
borið mikið á því hér á landi. ý>að er nokkuð annað,
enn gerir sama að verkum, að nóg þingmannaefni