Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Page 28
28
dœmunum. Ef lengra væri farið, þá mætti láta kjðsa
á fleiri stöðum í hverju kjördœmi enn einum, enn þá
yrði líka annaðhvort að hafa margar kjörstjórnir, eða
þá sama kjörstjórnin yrði að koma á alla kjörstað-
ina, og legði þá saman atkvæðin á síðasta kjörstaðn-
um. Ef t. d. ætti að kjósa í hverjum hrepp, þá mætti
sjálfsagt gera hverja hreppsnefnd að kjörnefnd, enn
láta kjörstjórnina þá leggja atkvæðin saman á eftir,
gefa út kjörbréf o. s. frv. Til þess að komast hjá því
að kjósa upp aftr og aftr, yrði þá alveg að sleppa
þeirri ákvörðun, að þingmansefni yrði að hafa yfir
helming allra atkvæða, enn það yrði að álíta þá kosna,
sem hefði flest. Ákvörðunin um, að þingmaðr skuli
hafa fullan helming atkvæða, er líka sannast að segja
hálf meiningarlítil, því, þegar enginn getr fengið helm-
ing atkvæða, þá neyða lögin minni hluta atkvæðin til
þess að kjósa annanhvorn af þeim tveimr, sem flest
atkvæði hafa, og þvinguð atkvæði eru náttúrlega í
sjálfu sér hér um bil sama og als engin. þ>að getr
því ekki verið nein ástœða gegn því, að kjósa á fleir-
um stöðum enn einum í sama kjördœminu. Aftr á
móti eru ástœður á móti því, að hafa kjörstaði í hverj-
um hreppi; sé ætiazt til þess, að þeir, sem bjóða sig
fram, geti talað við kjósendrna, þá þyrfti að kjósa
sinn daginn í hverjum hreppi fyrir sig, og kosningar-
baráttan gæti þannig varað í hálfan mánuð víðast
hvar, eða kannske lengr, og það er óheppilegt, því
það mundi draga huga sumra manna um lengri tíma
frá daglegum störfum, og svo er hætt við, að það
yrði til þess að styðja hreppapólítík, sem er þeim
mun leiðari enn fjórðungskritr, sem hrepprinn nær
yfir minna svæði enn fjórðungrinn. Hefði hver hreppr-
inn sitt þingmannsefni, yrði stœrsti hrepprinn ofan á
í valinu. J>ótt það væri óheppilegt, að kjósa eftir
hreppum, og halda að öðru leyti sömu kosningar að-