Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Page 31
af því, að kjördœmin sé svo mannfá að tfltölu, því
fyrir kosningarlaga breytinguna í Englandi 1867 og
breytinguna, sem varð á þeim 1830, vóru kjördœmi
þeirra fjarskalega ójöfn, enn sum litlu kjördœmin
höfðu fult svo gott álit á sér, eða betra, fyrir það að
kjósa góða þingmenn, sem stóru kjördœmin, og flest-
ir af Englands ágætustu þinggörpum höfðu uppruna-
lega verið kosnir í smáu þorpunum. Orsakirnar til
þess, að kosningar geta svo oft mistekizt hér á landi,
hafa verið teknar fram áðr; þar er fyrst víðlendi kjör-
dœmanna, sern gerir það að verkum, að mjög sjaldan
er fullr helmingr kjósanda á fundi, og að þeir menn,
sem stöðugt sœkja kjörfundi, eru tiltölulega fáir; hin-
ir, sem koma höppum og glöppum, eru þar á
móti margir, og kosningin fellr því á þann eða hinn
eftir því, hve margir af hinum stopulu greiða atkvæði
með honum; þótt hann annað árið hafi verið kosinn
með miklum atkvæðafjölda, þá getr hann við næstu
kosningar í sama kjördœmi fallið fyrir miklum at-
kvæðamun, af því að alt annar hópr af þeim stopulu
er þá fjölmennr á fundinum. Ef kjörstaðrinn er t. d.
í vestrparti kjördœmisins eitt árið, þá verðr þing-
mannsetnið a kosið, enn sé hann í austrpartinum hitt
árið, þá fellr a fyrir þingmannsefninu b; vatnavextir,
heyannir, leiði á sjó, o. s. frv. hafa sömu verkanir,
eins og áðr hefir verið bent til. Með þeim kosning-
armáta sem nú er, þá er því einkar hætt við því, að
nýir þingmenn vaxi upp eins og gorkúlur á stund
úr degi, og hjaðni niðr aftr á jafnstuttum tíma; enda
verð ég að álíta, að fá þing slíti tiltölulega eins mörg-
um þingmönnum á hverju kosningartímabili og alþingi
íslendinga gerir. — Af 30 þjóðkjörnum þingmönnum
vóru 1880 að eins 20 valdir aftr, og þó var ekkert
það mál á dagskrá, sem var gamalt þrætuefni.
Alt sem miðaði til þess, að fleiri tœki þátt í