Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Qupperneq 42
42
vegabréf, er veitti honum ókeypis flutning þangað.
Brynjúlfr brá sem skjótast við, og fór beina leið til
Gliickstaðar, og vann konungi hollustueið 15. dag
aprílm. Eftir því sem Finnr biskup segir, hefir Brynj-
úlfr skrifað langt mál um þessa ferð sína og sagt frá
öllu, sem fyrir hann bar á leiðinni. fegar hann kom
aftr til Kaupmannahafnar, fór hann að finna Broch-
mann, Sjálands biskup, sem í viðrvist presta og há-
skólakennenda reyndi hann í guðfrœði 2g. aprílm.1 2,
6 klukkustundir samfleytt; og er hann hafði fengið
veitingarbréf sitt hjá kanselíforsetanum (dags. ig.
marz s. á.)*, var hann 5. maí, 5. s. e. p., vígðr til
biskups af Brochmann biskupi. Viku síðar fór Brynj-
úlfr biskup til skips, lét í haf og kom út á Eyrar-
bakka; reið hann þegar til Skálholts, og kom þangað
27. júním. ; þaðan fór hann til þings og hélt þar al-
menna prestastefnu, eins og venja var til. í þinglok
var Skálholtsstaðr með öllu, sem honum fylgdi, 5. júlí,
tekinn út í hendr Brynjúlfs biskups af brœðrum og
erfingjum Gísla biskups Oddssonar, síra Sigurði dóm-
kirkjupresti og Árna lögmanni. Enn viku eftir þor-
láksmessu um sumarið hóf hann hina fyrstu vísitatsíu-
ferð sina um vestfirðingafjórðung, og kom heim aftr
í Skálholt viku eftir krossmessu, og má af þessu sjá,
að hann hafði ekki langar kyrrsetur um þessi
missiri.
Árið eftir las Brynjúlfr biskup i lögréttu á al-
þingi upp umkvörtunarbréf um það, í hverju hann
þóttist vera vanhaldinn af erfingjum Gísla biskups
Oddssonar með útsvar Skálholtsstaðar og þess, er
honum fylgdi, og eins kirkjunnar, sem var orðin mjög
1) |>etta er víst réttara enn að það hafi verið 20. apríl, eins og
Finnr segir, því 15. s. m. var hann i Gliickstað.
2) Finnr segir, 15. marz.