Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Qupperneq 44
44
eftir (1640) komu ekki nema 2 prófastar til hinnar al-
mennu prestastefnu, sem sé sira Snæbjörn Stefánsson
i Odda og sira Jón Jónsson á Melum. J>etta mislík-
aði biskupi mjög, og að þeir skyldi ekki að minsta
kosti senda sér afsökunarbréf; vildi hann þvi ekki
þola þeim þetta umvöndunarlaust, heldr leggja við
XII aura sekt, eins og lögréttumenn áttu að lúka,
kæmi þeir ekki til þings í réttan tima, án þess að
hafa lögleg forföll, og skyldi fé þetta fallatil fátœkra
í þeirri sveit, þar sem hver prófastr ætti heima; þeg-
ar biskupinn hreifði þessu, spurðu viðstaddir prófastar
hann, hvar þeir ætti að fá ferðakaup og ómakslaun,
þar eð lögréttumenn fengi bæði fœði og kaup árlega
fyrir þingreið að lögum? Biskup kvaðst mundu bera
þetta mál undir höfuðsmanninn. — Eftir fornri venju
fœddi biskup prófasta og presta, meðan þeir sátu með
honum að dómunum. J>ess er ekki getið, að mál
þetta hafi farið lengra, eða að biskup hafi oftar hreift
því; enda þurfti hann þess ekki, því eftir það komu
svo fjölda margir prófastar og prestar á þetta klerka-
þing á hverju ári, af virðingu fyrir honum og elsku,
og það stundum úr fjarlægari héruðum, sem hann
þurfti til dómanna, og dróg marga þangað rausn og
örlæti hans, því hann veitti ríkulega öl og mat við
sitt eigið borð, ekki einungis meðdómendum sinum
meðan þeir sátu réttinn, heldr og öllum andlegrar
stéttar mönnum, sem þar vóru staddir og það vildu
þiggja, og loks þakkaði hann þeim vinsamlega fyrir
aðstoð og fyrirhöfn þeirra; og þessari venju héldu
eftirmenn hans, J>órðr biskup og Jón Vídalin, um
þeirra daga. J>egar búið var að afgreiða málin af
prestastefnunni, lét Brynjúlfr biskup fœra tjöld sín frá
þingvelli upp að Hrafnagjá við Stuttastíg, og dvaldi
þar meðan hann skrifaði bréf sin og tók við góðum