Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Qupperneq 62
61
gátu vinir biskups nokkurum árum síðar áunnið það,
að biskup tók Daða í sátt við sig, svo hann fékk upp-
reist til prestskapar og Steinsholt i Hreppum.
Halldór biskupsson var fœddr 1642 og heitinn
eftir móðurföður sínum; hann var tornæmr og treg-
gáfaðr, svo faðir hans lét hann hætta við skólanám
og sendi hann 1662 til Englands; þar dvaldi hann í
4 ár, oftast nær í Yarmouth, og þar dó hann 1666 úr
lungnavisnun, áðr enn hann komst hingað heim aftr,
er hann ætlaði sér. Faðir hans lét setja þessa graf-
skrift á legstein yfir leiði hans: Halldoris íslandi
cineres humus anglica serva, depositumque bona
quandoque redde fide. Árið eftir arfleiddi biskup
f»órð, dótturson sinn, að öllum eignum sinum föstum
og lausum, enn áskildi, ef þórðr léti ekki lífs erfingja
eftir sig, að þær þá hyrfi aftr til nánustu ættingja þórð-
ar í móðurætt, enn eigi til föðurfrænda. Sama sumar
var J>órðr arfleiddr af ömmu sinni, biskupsfrú Margréti
Halldórsdóttur, og vóru þessar arfleiðsluskrár staðfest-
ar af konungi 1669. Biskup tók ástfóstri við dóttur-
son sinn, og lét fara að kenna honum jafnskjótt og
hann hafði aldr til. Ár 1670 (21. júlí) andaðist húsfrú
biskups, 55 ára gömul; hún var guðhrædd, trú og
trygg, og góðgerðasöm kona. J>ann sama sunnudag,
sem hún var jörðuð eftir messu, hafði biskup vígt 3
presta; enn meðan á jarðarförinni stóð, féll hann nokkur-
um sinnum í ómegin.
Ofan á þessa harma hans bœttist sama ár galdra-
mál þar heima á staðnum. Jón, yngri sonr Sigurðar
lögmanns, sem þá var skólapiltr í Skálholti, bar upp
á Lopt Jósepsson dómkirkjuprest, að hann fœri með
galdr, og var presti á hinu almenna klerkaþingi á al-
þingi samsumars boðið að hrinda þessum áburði af
sér með tylftareiði; enn er hann gat það ekki, var
ályktað, að bera málið undir náðir og úrskurð kon-