Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Page 63
63
ungs; og setn prestr heyrði þann dóm upp kveðinn, fór
hann utan og dvaldi erlendis 30 ár, kom svo hingað
aftr, varð á ný dómkirkjuprestr í Skálholti og dó þar
um 1724, meir enn áttræðr að aldri. Um sama leyti
og galdramálið stóð yfir, átti áðr nefndr skólapiltr, Jón
Sigurðsson, barn við Ragnheiði Torfadóttur frá Gaul-
verjabœ, frændstúlku biskups, og hafði hann bæði
vegna ættar og nafns móður sinnar, Ragnheiðar Páls-
dóttur, tekið hana til uppfóstrs og gefið henni Kala-
staði á Hvalfjarðarströnd. Eftir andlát biskups átti
Jón hana 1676.
Eftir þetta seldi biskup alla fasteign sína í Borg-
arfirði, sem honum áðr þótti svo vænt um, og keypti
aftr jarðir í Múlaþingi, er á hinum miklu hallærisár-
um í því héraði fengust með góðu verði, og er það
hald manna, að hann hafi ætlazt til, að J>órðr dóttur-
son sinn staðnæmdist á Austfjörðum, ef hann lifði.
þ»egar J>órðr meistari J>orláksson ár 1672 kom
út sem varabiskup með heitbréf fyrir Skálholtsstað,
vildi Brynjúlfr biskup, sem var orðinn mœddr og mót-
lættr, smámsaman létta af sér embættisvanda og em-
bættisþunga, og ráðfœrði sig þvi á alþingi 1673 við
lögmenn og lögréttumenn um, hvort sér væri ekki ó-
hætt að fá J>órði varabiskupi í hendr það, sem þeim
um semdi, af því, sem fylgja ætti Skálholtsstað, gegn
kvittun hans, og svöruðu þeir, að sér virtist það vera
hættulaust.
A þessu sumri (1673, 14. júlf) andaðist úr sótt í
Skálholti J>órðr Daðason, 11 vetra gamall, gott manns-
efni og þá orðinn yndi Brynjúlfs biskups, svo þá lifði
enginn eftir af afspringi hans. Eftir það fór hann að
hugsa um að ráðstafa eigum sínum, eins og honum
þótti bezt við eiga, og með því hálfbróður son hans,
síra Torfi í Gaulverjabœ, var hinn helzti maðr af ná-
komnum ættmönnum hans og honum kærastr þeirra