Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Page 70
70
Pacific Ocean) hyggja menn sé 2500 faðma djúpt að
meðaltali; en þó hefir þar fundizt hin mesta dýpt, að
því er enn þekkist. Fyrir norðan Siberiu er hafið
grunnt; 36 mílur frá landi eigi meir en fjórtán faðma.
— Á miklu djúpi hlýtur vatnsþrýstingin að vera
fjarska mikil; á þúsund föðmum er hún 200 sinnum
meiri en sú þrýsting, sem gufuhvolfið eður andrúms-
loptið gjörir ofanjarðar; á 5000 faðma djúpi væri hún
1000 sinnum meiri, og þar mundi vatn eigi sjóða fyrr
en við 600 stiga hita. Mörg dýr lifa á svo miklu
djúpi, en bygging þeirra veldur því, að vatnsþrýsting-
in eigi kemur þeim í hel; má sjá þetta á sumum
fiskategundum, er lifa á geysimiklu djúpi: þá er þeir
eru dregnir upp úr sjónum, þá gúlpast augun og inn-
ýflin fram úr þeim, þvi þá njóta þeir éigi lengur
vatnsþrýstingarinnar, er hélt þeim i jafnvægi. pykk
messingarhylki hitamælanna hafa komið upp aptur öll
beygluð og kramin af vatnsþrýstingunni, er þeim hef-
ir verið sökkt niður i slikt hyldýpi.
Til þess að mæla sjáfardjúpið hafa menn miðað
við hinar miklu flóðöldur meginhafsins, er verða í
stórum jarðskjálftum. Af jarðskjálfta þeim er varð
1854 hefir Maury reiknað út, að San-Francisco1 aldan
var 256 enskar mílur á breidd og fór 438 mílur á
hverri klukkustundu; San-Diego2 aldan var 221 míla
á breidd, og hraði hennar var 427 mílur á hverri
stundu. Eptir því verður meginhafið á milli Japans
og Kalíforníu 2149 faðmarádýpt; en samkvæmt hinni
síðari öldunni 2034 faðmar. Á sama hátt reiknaði
Hochstetter sjáfardjúpið 1868.
Verulegar mælingar sjáfardjúpsins verða með lín-
um og sökkum, er þar til eru sérstaklega gjörðar.
1) Borg i Kalíforníu, á vesturströnd Norður-Ameríku.
2) Einnig í Kalíforníu við sjóinn, sunnar en S. Francisco.