Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Side 82
82
sér ýmsar orsakir. Nærri ströndunum sýnast öldurnar
grænleitari og ljósari, en dökkblárri lengra til hafs;
eðli botnsins veldur því og, að sjórinn sýnist misjafn
að lit; á hreinum sandbotni er hann Ijós, eða græn-
leitur, en þar sem þang og þari er í botninum, þar
sýnist hann dökkur og dimmur. Að þjóðirnar hafa
tekið eptir þessu ýmsa litareðli sjáfarins, það sjáum
vér á mörgum nöfnum: gula hafið, svarta hafið, hvíta
hafið, græna hafið, purpurahafið, rauða hafið. Samt
er þess að gæta, að sum af þessum nöfnum eru eigi
gefin vegna litarins; eða að minnsta kosti er það eigi
víst; þannig eru hvíta hafið og svarta hafið eigi frá-
brugðin að litnum til, heldur er þau eins og hver ann-
ar sjór; menn hafa getið þess til, að hvíta hafið hafi
fengið þetta nafn af ís og jökum, er sjómenn hittu
þar á, og svarta hafið af svörtum klettum, er víða
liggja að því; en þetta þarf í rauninni eigi að vera
svo; því vel getur svo hizt á, að sjómenn hitti fyrir
storm og hvítfyssandi sjó í hvíta hafinu, en dimmviðri
og óveður í svarta hafinu, og hafi þeir gefið höfunum
nöfn eptir því sem þau voru í þann svipinn, öldungis
eins og Magelhaens nefndi hafið mikla „kyrra haf“, af
því hann hitti þar á logn — en öllum þeim, er um það
hafa siglt, mun kunnugt, hvort þar muni ávallt vera
logn eður ei. þ>essi nöfn eru því líklega gefin af
hverfulum hlutum, en hin nöfnin eru gefin af stöðugu
eðli sjáfarins, og hefir það reyndar ávallt vakið eptir-
tekt allra sjómanna. Samt ber þess að gæta, að þótt
sólarljós og dagsbirta séu hverfulir hlutir og breyti-
legir, með því þetta stendur aldrei í stað sökum vinda
og skýja, og hnattsnúningsins, þá veldur það samt sí-
felduin áhrifum á litarhátt sjáfarins. — Svo djúpt sem
sólarljósið nær niður í sjóinn, svo djúpt vaxa og þær
sæjurtir er ljóssins þurfa; en undir ýmsum orsökum er
það komið, hversu langt ljósið nær. Tunglsgeisli nær