Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Qupperneq 89
8g
svartur og stjörnurnar eins og þær væri að slokkna.
Fötu var rennt niður og sjó náð í hana, var hann þá
fullur af smáum skínandi þráðum, það voru ormar, og
voru litarlausir hverr fyrir sig, á þykt við mannshár
og nokkrir þumlungar að lengd. Eptir að skipið var
komið í gegnum þennan maðksjó, þá birti til í loptinu,
eins og af daufu norðurljósi.
Einhver hin fegursta sjón er hin lýsandi glœta,
maurildi, er leggur opt og viða um sjóinn, en þó
einkum í höfum hitabeltisins. f>etta ljós sýnist með
tvennu móti; sumpart sjást margir lýsandi deplar, en
sumpart er sjórinn eins og eitt samanhangandi ljóshaf.
Deplaljósið sést á hverri nóttu í heitu höfunum, og
jafnvel í Miðjarðarhafinu; við suðurhöfða Patagoníu og
við Góðrarvonar-höfða, og er þannig, að sjórinn sýnist
alsettur ljósdoppum, og lýsandi smá-kringlum, er skína
með hvitu ljósi, rauðu, gulu eða bláleitu ; kviknar þessi
glæta í hafinu bæði fyrir stafni, er skipið klýfur sjóinn,
og við skut aptur í kjölfarinu; einnig við hjól og
skrúfur á gufuskipum, er þau róta upp sjónum ; sýnist
stundum allt skipið glóa á bæði borð. Orsök þessar-
ar glætu eru mjög smávaxin sjódýr ýmissa tegunda og
flokka, marglyttur eigi stærri en prjónshnappur, örsmá
krabbadýr; eins konar möttuldýr (Pyrosoma) gefur
blágrænt ljós, og svo skært, að lesa má rit við 6 eða
tröllkona eða andi (slafnesk að uppruna), er menn trúðu að riði mönn-
um 1 svefni; þar af er ,martröð‘; „Mara trað hann“ stendur um Van-
landa (Ynglingasaga cap, 16, og „tröllkund of troða skyldi liðs Grím-
hildr ljóna baga“). En þessi glæta hefir verið kend við „Möru“ á
sinn hátt eins og menn lcenna ýmislegt ljós við Jóhannes postula
(„Sankte Jóhannis-feuer“, eða á dönsku st. Hans-Blus, kallast bál sem
kyndt eru á Jónsmessu nótt, st. Jóhannesar-ormur heitir einn lýsandi
maðkur; st. Elms-eldur kallast hræfareldur er sezt á skipsmöstur (=
Elías-eldur) o. s. frv.). Ólafur hvítaskáld nefnir „mörueld“; „hér er
úeiginleg líking ok merking milli möru-elds ok náttúruligs loga“.