Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Side 93
93
veldur ýmsum óhægindum fyrir skip og enda hættum.
f>etta köllum vér einnig lognöldu og ylgju, og gætir
hennar litt á sjónum að hæðinni til, því hún fer hægt
og sígandi, en sígur þungt á; þá er hún nálgast land-
ið, þá styttist hún og hækkar og verður loksins að
ógurlegri brimöldu, og rifur upp stórgrjót á 3 og 4
faðma djúpi, slítur upp atkeri og ryðst hvítfaxandi upp
á fjörurnar. Stórkostlegast verður þetta þar sem land
liggur fyrir reginhafi, og eru hér hjá oss alræmdir
staðir fyrir hafrót ílogni, bæði við Geirfuglasker, Eyrar-
bakka og á hinum eyðilegu, sandorpnu suðurströnd-
um íslands, sem liggja opnar fyrir Atlantshafinu, —
„hafgang þann ei hepta veður blíð, sem voldug reisir
Rán á Eyjasandi'1. — Ogurlegt hafrót af lognöldu er
og við vesturstrandir Affríku, við Guyana og Antílurn-
ar i Ameríku, og við Kórómandel-ströndina á Indlandi.
Orsakir til þessa hlutar eru ýmislegar: vindar sem
standa lengi af sömu átt; vindar í fjarska, sem koma
hreifingu á sjóinn miklu lengra en þeir sjálfir ná, og
lengur en þeir vara; klettar og fjöll í djúpinu, sem efla
hreifinguna upp eptir og út frá sér ; föll og straumar;
°pt og tíðum orsakast undiraldan af jarðskjálftum.
Opt boðar undiraldan storm og merkist löngu á undan
honum, með því að sú hreifing, er stormurinn setur
sjóinn í, æxlast óðfluga langa leið öldu af öldu og
þangað sem lygnara er, þangað til stormurinn kemur
loksins sjálfur og breytir lognöldunni í stormöld-
ur.
þ»ar sem mjög er aðdjúpt og klettar fyrir, þar
stöðvast hafaldan að neðanverðu, en hinn efri hluti
hennar rífur sig þvi ofsalegar áfram og æðir brimlöðr-
andi upp á björgin; bárurnar sem á eptir fara reka á
eptir og hver á eptir annari, svo að af tíu og tólf
bárum verður ógurleg holskefla eins og þverhnýptur
múrveggur, sem ávallt hrynur hvitfyssandi og gjörir