Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Síða 96
96
er standa stöðugt af sömu átt og eru þráviðri, valda
straumi eða falli á yfirborði sjáfarins, og er það yfir-
straumur; í höfum hitabeltisins veldur sólarhitinn því
að sjórinn gufar ákaflega upp, og minnkar; en til
þess hann haldist í jafnvægi, þá verður hann að fá
uppbót frá sjónum annarstaðar frá, og koma þar af
straumar; ísinn við heimskautin veldur og straumum;
með því hann bráðnar og blandast þannig aptur sjón-
um. En það sem einna mest veldur straumum, er
uppgufan sjáfarins og ofanfallið úr loptinu; sömuleið-
is koma straumar af þvi; að þegar sjórinn volgnar,
þá léttist hann, og þá er hann gufar upp, þá verður
sá sjór saltari, sem eptir er, og þess vegna þyngri,
einkum þar sem aldrei rignir; þá leitast þyngri sjór-
inn við að komast í jafnvægi við sjóinn sem léttari er,
og rennur þangað, en léttari sjórinn rennur aptur í
stað hins þyngra sjáfarins. í hitabeltunum vill sjórinn
lækka, vegna þess að svo mikið gufar upp af honum
í hitanum, en í kuldabeltunum vil hann hækka, vegna
þess að þar rignir og snjóar, en uppgufanin er þar
engin, og eykst þar því sjórinn af blöndun ósalts vatns
og verður þynnri og léttari; en til þess hann haldist
í jafnvægi allur, þá eru sifeldir straumar til og frá á
milli heimskautanna og miðbiks jarðarhvelsins eður
miðjarðarlínunnar. — Stór vatnsföll valda og straumum;
þannig leggur strauminn úr Amazonfljótinu i Suður-
Ameríku sextíu hnattmílur í haf út frá ósunum, og fer
sá straumur þrjár enskar mílur á klukkustundu; úr
La Plata fljótinu i sömu heimsálfu leggur strauminn
120 mílur frá ósunum, og er hann meir en 160 mílur
á breidd, með einnar enskrar mílu hraða á hverri
klukkustundu. Amazonfljótið er fimm mílur á breidd
þar sem það fellur i sjó, en La Plata 21 mílu, og er
þann hinn breiðasti árós í heimi.
Svo segir Maury, að ef vér gjörum, að rigni á