Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Side 99
99
Kúba og Flórída, rennur í norður og austur frara með
Bandafylkjunum og fyrir austan fiskimiðið mikla við
Nýfundnaland, siðan í sömu átt og kvíslast þannig, að
ein kvislin rennur norður að íslandi* 1 *, önnur til austurs
yfir að Spáni og Frakklandi, en þar mitt á milli held-
ur straumurinn í landnorður j’fir að Spíssbergen og
Noregsströndum. Sjálfsagt hafa menn orðið varir við
Golfstrauminn og tekið eptir honum snemma, þótt
eigi sé hans getið; vér heyrum eigi neitt talað um
hann fyr en 1513; þá fundu hann tveir Spánverjar,
Ponce de Leon og Antonius de Alaminos, og sex ár-
um síðar lét hinn síðar nefndi rekast fyrir honum frá
Flórída til Evrópu. Seinna hefir hann verið kannaður
af mörgum sjómönnum og fræðimönnum. Golfstraum-
urinn fer með meiri hraða en Mississipi og Amazon-
fljótið, að meðaltali 35 vikur sjáfar (83/4 hnattmílur) á
24 stundum. Hann er dökkblár að lit, og er á því
hægt að greina hann frá sjónum í kring; þá er hann
hefir runnið eitthvað 600 mílur til austurs, þá breiðist
hann út um sjóinn og takmörk hans verða daufari.
Munurinn á hita hans og sjáfarins í kring er 11—170
C.; þessi hiti hlýtur að gjöra vatnið í honum léttara,
og virðist jafnvel að yfirgnæfa þann þyngdarauka, er
hlýtur að leiða af hinu meira saltmegni hans. Af
þessari orsök hlýtur hann og að vera hærri en sjór-
inn, enda hafa og reikningar sýnt, að hann er eptir
endilöngu miðbikinu nærri því tveim fetum hærri;
hann myndar ávala bungu, er vatnið rennur ofan ept-
færi til að rita; en þar eð eg tek fram margt sem eigi stendur þar,
þá getur hvor ritgjörðin bætt aðra upp.
1) H. E. Helgesen hefir ritað gðða ritgjörð í Tímaritið (I. árg.
bls. 65—91) um sjáfarbotninn, og um hita og strauma sjáfarins, kring-
um ísland, og er þar tekið fram, að Golfstraumurinn i rauninni liggi
7