Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Síða 106
Io6
um; en þessi dýr eru hvalafæða, og því sveima hval-
ir mjög um þessar slóðir. Á svipaðan hátt fer Golf-
straumurinn og í hring í kringum hið straumlausa
flæmi, sem fullt er af þangjurtum og nefnist „Sarg-
assó-haf‘ (bls. 88). — Eins og báðir þessir straumar
liggja að miklu leyti með löndum fram, og stefna til
norð-austurs, eins liggur og einn straumur frá suður-ís-
hafinu fram með Suður-Ameríku vestanverðri og í
norður og vestur; sá nefnist ýmist Perústraumur, eður
og Húmboldts-straumur; en þar sem báðir hinir eru
varmir, þá er hann kaldur; og eins og hinir tveir
verma hin köldu höf, eins kælir hann hinn varma sjó
hitabeltisins, og sjáum vér hina miklu jafnvægishreif-
ingu náttúrunnar þar eins og annarsstaðar. — Margir
fleiri straumar renna i hafinu hvervetna, og eiga þeir
sér allir hinar sömu orsakir, sem eru þessar: snúning-
ur jarðarinnar, deiling hita og kulda, og lögun land-
anna; þeir hafa og áhrif hverir á aðra; enda veldur
allt þetta þeirri hreifingu sjáfarins og endurnýjun hans,
sem vér áður höfum á drepið.
Flóð og fjara eru verkanir sólar og tunglsáhaf-
ið; þó er það einkum tunglið, sem ræður þessari
hreifingu sjáfarins, af þvi það er svo miklu nær jörð-
inni en sólin. En þótt flóð og fjara verði tvisvar sinn-
um á hverjum 24 stundum eður á einum tungldegi,
þá eru þessar sjáfarhreifingar ýmsum breytingum und-
irorpnar, með þvi þær verða sumstaðar fyrri en sum-
staðar seinna, sumstaðar meiri en sumstaðar minni,
allt eptir því hvernig á stendur; þær eru stundum
breytilegar jafnvel á sama stað. Tvisvar sinnum á
mánuði eru flóðogfjara mest, með nýju tungli og fullu,
einum eða tveimur dögum eptir tunglkomu eður tungl-
fyllingu, og heitir það stórstraumur og smástraumur;
stundum varir stórstraumsverkanin lengur en vant er,
og köllum vér þá eptirstreymt. — í hvert sinn sem al-