Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Síða 108
lo8
flóðs og fjöru. Við ísland hefir lítt verið tekið eptir
flóðmörkum, og hefir optast nær verið blandað saman
flóði með hafróti og sjáfargangi af straumum og stór-
viðrum við hið eiginlega flóð, sem þó er allt annað.
Sumstaðar fellur út og að fjórum sinnum á 24
stundum, en slíkt nær aldrei yfir langt svæði. Við
Vera-Cruz (í Ameríku) er stundum flóð einungis einu
sinni á þrem og fjórum dögum; þetta ber og opt við
í Indíahafi og við Astralíu.
Rastir verða víða á hafinu, og verða þær af hreif-
ingu flóðöldunnar, og af straumum, eður öfugstreymi.
Sumar rastir eru stórar og hættulegar, svo sem Mosk-
eyjar-röst við Lófót, norðantil við Noreg; þar gengur
straumurinn 6 klukkustundir frá norðri til suðurs um
fjöru, og 6 stundir frá suðri til norðurs um flóð, og
fer mjög hart; stundum er hann svo lygn og vær að
róa má um hann á smá-kænu, en aptur á stundum
svo ofsafenginn, að gufuskip hafa varla við honum.
Hættust er þessi röst í logni og þegar stormar ganga
á vetur ; samt er sagt að sjómenn siti opt á fiski í
röstinni, er hún er hæg, og láti hana hringsnúa bát-
unum, en eigi vitum vér hvað satt er í því. pk er
hálffallið er að úti á hafi, þá gengur straumurinn í
suður-landsuður; því meira sem að fellur, því meira
snýst hann til suðurs og leggur loksins til vesturs allt
þar til háflæði er komin, þá er hann kominn frá út-
norðri í norður. pk er röstin kyr um þrjá fjórðunga
stundar, og er þannig lygn tvívegis á hverjum degi og
má þá fara yfir hana ; síðan byrjar hringferðin aptur.
Æstust er hún með tunglkomu og tungfyllingu, um
jafndægur og í stórviðrum, og mega skip þá halda
sér frá henni um tvær eða þrjár vikur sjáfar; enda
kennir hennar í tíu vikna fjarlægð. — Röst er og á
Petlandsfirði allmikil og hafa skip farizt þar; þessi
röst hét „Dynröst“ af brimhljóðinu í henni, og þar