Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Side 113
1*3
Dýralíf sjáfarins er auðugast ofarlega í sjónum
og nærri löndum, einkum þar sem þari og þang vex
í lygnum víkum, er veita dýrunum skjól og vörn fyrir
umróti sjáfarins. En engu að sfður eru ótal dýr þess
eðlis, að þau halda sig dýpst í hafinu um allan botn-
inn, og kjósa sér hentuga staði þar, allt eins og þau
dýr er þurrlendið byggja. Enda er fjörið og hreifing-
in í sjáfardjúpinu engu minni en á landi, og ef til vill
enn meiri og freklegri; en sjáfarbotninn er að sínu
leyti eins og þurrlendið: fullur af fjöllum og dölum,
giljum og gljúfrum, stórum og flötum heiðum og há-
lendum, eða þá hrjóstrugum hraunum; en í þessum
dölum rennur engin á, og enginn foss dunar í þessum
gljúfrum, því að sjórinn fyllir allt jafnt, og lykur allt
með hinu bárótta hveli; en í þessum sjáfarheimi er
sífeldur eltingarleikur, sífellt stríð, eptirsókn og grimd,
allt eins og ofanjarðar; og þar er engu minni litar-
prýði og líkams-undur en í hinum þéttvöxnu skógum
hitabeltisins. — í hinum vörmu höfum byggja polýp-
arnir hið furðulega marmennilssmíði, er nefnist kórall
eða kúríel, og af þessum kalkhúsum verða loksins
eyjar út um allt, en dýrin deyja jafnóðum, eptir að
þau hafa ljómað með hinum fegurstu litum um stutta
æfi; undarlega skapaðir fiskar þjóta til og frá, sumir
eins og eldbönd eða silfurlindar, en sumir eins og
dimmir hnettir, eða þá liggja latir og mókandi á þang-
vöxnum mararklettum. þ>á er hinn frægi náttúrufræð-
ingur Haeckel var á Ceylon, þá stundaði hann eink-
um sjódýr og kafaði niður í djúpið og varð gagntek-
inn af öllu því er hann sá, og kvað eigi mega orðum
við koma. En munurinn á hinum vörmu höfum og
hinum köldu er eigi svo mikill sem ætla mætti, nema
hvað þar vantar kórallana; fiskar eru þar og færri lit-
fagrir, þótt guðlax og vogmær fullkomlega jafnist við
Tímarit hins islenzka Bókmentafélags. V. 8