Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Page 113

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Page 113
1*3 Dýralíf sjáfarins er auðugast ofarlega í sjónum og nærri löndum, einkum þar sem þari og þang vex í lygnum víkum, er veita dýrunum skjól og vörn fyrir umróti sjáfarins. En engu að sfður eru ótal dýr þess eðlis, að þau halda sig dýpst í hafinu um allan botn- inn, og kjósa sér hentuga staði þar, allt eins og þau dýr er þurrlendið byggja. Enda er fjörið og hreifing- in í sjáfardjúpinu engu minni en á landi, og ef til vill enn meiri og freklegri; en sjáfarbotninn er að sínu leyti eins og þurrlendið: fullur af fjöllum og dölum, giljum og gljúfrum, stórum og flötum heiðum og há- lendum, eða þá hrjóstrugum hraunum; en í þessum dölum rennur engin á, og enginn foss dunar í þessum gljúfrum, því að sjórinn fyllir allt jafnt, og lykur allt með hinu bárótta hveli; en í þessum sjáfarheimi er sífeldur eltingarleikur, sífellt stríð, eptirsókn og grimd, allt eins og ofanjarðar; og þar er engu minni litar- prýði og líkams-undur en í hinum þéttvöxnu skógum hitabeltisins. — í hinum vörmu höfum byggja polýp- arnir hið furðulega marmennilssmíði, er nefnist kórall eða kúríel, og af þessum kalkhúsum verða loksins eyjar út um allt, en dýrin deyja jafnóðum, eptir að þau hafa ljómað með hinum fegurstu litum um stutta æfi; undarlega skapaðir fiskar þjóta til og frá, sumir eins og eldbönd eða silfurlindar, en sumir eins og dimmir hnettir, eða þá liggja latir og mókandi á þang- vöxnum mararklettum. þ>á er hinn frægi náttúrufræð- ingur Haeckel var á Ceylon, þá stundaði hann eink- um sjódýr og kafaði niður í djúpið og varð gagntek- inn af öllu því er hann sá, og kvað eigi mega orðum við koma. En munurinn á hinum vörmu höfum og hinum köldu er eigi svo mikill sem ætla mætti, nema hvað þar vantar kórallana; fiskar eru þar og færri lit- fagrir, þótt guðlax og vogmær fullkomlega jafnist við Tímarit hins islenzka Bókmentafélags. V. 8
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.