Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Page 127
127
frá landnámstíð löngu áður en hún var sett á bók, og
hefir aldrei gleymzt.
pað er eitthvað rösklegt í orðinu “vikingavísur11
(Wicking songs), en þó felli eg mig eigi við þessa
hugmynd, að ætla víkingum einum vísurnar af þvi
þær eru víkingalegar1 eða hljóða um vfg og orrustur.
Um þetta má vel kveða þótt eigi sé bardagamaður.
Eða var Dante, og sá sem orti Sólarljóð, verulega í
helvíti, hreinsunareldi og himinríki ? og þó kváðu þess-
ir menn um þetta eins og þeir hefðu verið þar. f>etta
hangir einmitt saman við þá spurningu, hvort eitt
kvæði nauðsynlega hljóti að vera gamalt, þótt það sé
fornlegt að máli og stafagjörð? Á XL bls. í I. bindi
getur G. V. þess, að Haukr lögmaðr hafi ritað fornt
og einkennilega, það er: á fornlegra hátt en tfzka var
á hans tímum („editors have pitched upon Hawks
peculiar and somewhat archaic penmanship as a stand-
ard“) — þar höfum við það! Einmitt þarna sést hvort
yngri menn þá ekki einnig gátu kveðið' fornt; og þessi
eina litla setning veikir í rauninni alla niðurskipan
eða tímatal Eddukvæðanna; en það er trúin, sem
menn hafa að styðjaSt við um aldur þeirra, og við því
er ekki annað að segja en þetta sem eignað er Lúther:
„syndga þú eins og þú vilt, en trúðu!“ þar á móti
gjörir G. V. (Vol. I, LXXXIII) þá réttu athugasemd,
að vísurnar í sögunum eigi nærri ætíð sanni söguna;
söguritarinn gat allt eins ort vísur sjálfur (eins og
hann gat „ort“ eða „sarnan sett“ söguna) og látið þá
kveða sem hann var að segja frá, eins og hann gat
lagt hverjum einum þau orð i munn sem hann vildi.
Engum dettur í hug að trúa því að Hannibal, Scipio
I) Að efninu til er sumt af þessu hjá G. V. engar „víkingavisur“,
t. a. m. „skalat maðr rúnar rísta“ (I 373), „kennir þú kyrtil þenna“
(374), „Ambhöfði kom norðan“ (374).