Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Side 136
Bergmann acutely observed) að f>órr hafi ekki getað
vaðið sundið sökum þess að annars mundi hann missa
„örvamal sinn fullan»af þrumufleigum“ (thunderbolts)!
Annað eins hef eg aldrei heyrt! JEg hef aldrei fyrri
heyrt getið um „örvamal fullan af þrumufleigum“!
Skyldi það hafa verið skinnsál ? Eða ætli Grikkir
hafi ímyndað sér að Júpiter geymdi þrumufleig-
ana sína í skjóðu ? Hvort fornmenn hafi ímyndað sér
Mjölni sama sem eldingu, sést hvergi, þótt það sé víst
að hamarinn merki reiðarslagið, að minnsta kosti er
þessu aldrei líkt við örvar, það eg man til, og má
ekki rugla hér saman norrænum og grísk-rómverskum
ímyndununum, því að „Mjölnir“ er miklu meiri og
sterkari „individualisatio" eða „personificatio“ (ef svo
mætti hér að orði kveða) heldur en „fulmen“ og „ke-
raunos“ ; „Mjölnir“ er „nomen proprium“, en hitt eru
„nomina appellativa“. Hesiodus lætur Kyklópa smíða
þrumufleiginn handa Seifi (þór Grikkja); dvergar smíð-
uðu Mjölni handa þ>ór; en þótt dvergar og Kyklópar
að sömu leyti séu skyldar hugmyndir, þá verður þessu
eigi samt jafnað vel saman, því vér eigum nákvæma
sögu um smíðina á Mjölni, en Grikkir höfðu enga
sögu, sem kunnug sé, um smíðina á keraunos. —
þ>órr óð svo margar ár án þess að missa hamarinn að
hann gat eins vaðið þetta sund; eða skyldi Mjölnir
hafa verið svo „fínn“ að hann þyldi ekki að
vökna ?
Annar staður i Hárbarðsljóðum er þessi: „át ek
í hvíld áðr ek heiman fór“, og er þetta þýtt á venju-
legan hátt: „I dined, as I rested before I went from
home“. -En hverjum getur dottið í hug að fornmenn
hafi sagt „að eta í hvíld“ ! Að minnsta kosti merkir
það ekki „að eta í náðum eða makindum“. Hvíld er
hér = kveld; h er stundum borið fram sem k: hverr
— kverr, hvað — kvað; en svo mikil vandræði hafa