Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Side 137
137
verið með orðið „kveld“, að jafnvel Jakob Grimm
(Deutsche Mythol. 3. ausg. pag. 701) leiddi það af
„cvellan11 = að kvelja, eins og kveldið færði kvalir
tómar, en eigi hvíld og frið. Kveld og hvíld eru ein-
mitt sama orðið, h borið fram sem k -,kvöld er latmæli.
í ensku máli er „quilt“ = dýna, það sem maður
livílist á, þess vegna = hvíld. í Deutsche Mythol.
pag. 817 þýðir Jak. Grimm fornþ. „huíla“ sem tíma,
en það er eigi svo, það merkir hvíld, kveld, og forn-
þýzkt „orlaghuíla“ er = örlaga-hvíld, örlaga-kveld. 1
Bjófúlfs-drápu stendur svo: „þá wæs huíl dæges ær
he þone grund-wong ongytan mihte“, og þetta þýðir
Thorpe svo: „then war a days space, ere he the ground
plain could perceive“, eins og Bjófúlfr hafi verið
heilan dag að komast til botns í sjáfardjúpið, í töfra-
heiminum, þar sem tíminn og rúmið er upp hafið; en
„huíl dæges“ merkir hér kveld dags og ekkert annað.
í Bjófúlfi er og „gesceap-huile“ þýtt „fated time“,
meiningarlaust; það er = skapa-hvíld, æfikveld.
Enska while og þýzka Weile eru sama orðið í öðrum
hlutföllum; á slafnesku er clnoila dvöl = hvíld, hvíla
(Schafarik, slaw-Alterth. 1, 430). — |>órr etur einmitt
um kveld (það er sumarnótt) áður en hann leggur af
stað til þess að vera á ferð um nóttina; þess vegna
segir Hárbarðr i háði; „árligum hrósar þú verð-
inum“ o: þú etur snemma, eða hitt þó heldur !
— en meðan þeir eru að tala saman, þá er
farið að daga: „taka við víl ok erfiði at upp verandi
sólu, er ek get þana“ o: sem eg sé þarna að er að
renna upp; að geta merkir hér að sjá, verða var við,
„gripa“ (með augunum), „percipere". f>etta er ekki
þýtt í bókinni; pána = þiðna getur alls ekki átt hér
við, enda er þetta orð eigi til í málinu; það er ímynd-
að af hinum eldri Commentatorum og hefir frá þeim
flækzt inn í Lex. poeticum. Um „þana“ virðist G. V.