Eimreiðin - 01.01.1902, Blaðsíða 3
3
Og ótal fleiri undur ég eygi af þessum hól,
Hér grœr sá Glasislundur, er guðaspjöldin fól.
Við afbragð allra hóla sig átta Fróði vann,
Er heim úr Hrúgnis skóla inn Helgi spandí hann.
Lát hljóminn heyra, gígja, til heiðurs Oddastað!
Og yngi 'óldin nýja pau orð, sem skáldið kvað.
En brostu, Brekkan kcera, og ber af hverjum hól
A meðan hönd menn hrœra og Heklu gyllir sól!
Ó Hangárgrundin glaða, nú glóir þú við sól,
En margfóld mein og skaða þér mældi’ oft tímans hjól;
Og sárt þú máttir sýta og syngja dapran brag,
pá yfir alt að líta var eyðihjarn og flag.
En römm þó yrði raunin við rok og eld og sand,
pá gróa gömlu hraunin og grœr á ný þitt land.
Og enn þá anga f'ögur þín ungu lijartablóm,
Og enn þinn Ijómar l'ögur með lífsins silfurhljóm. —
Og samt þú svafst of lengi, ó sögustóra fold!
Eg vil, en vantar strengi, að vekja þig úr mold.
En bráðum finnur Fróði sinn forna, dýra hól,
Og ber þér eld í óði og enn þá hlýrri sól!
MATTH. JOCHUMSSON.